Líflegt í Leirvogsá Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2022 09:30 Þessi nýgengni lax veiddist í Kvörninni í Leirvogsá í gær. Þar sáust fleiri laxar. Karl Lúðvíksson Leirvogsá er búin að eiga ágætt sumar og þessa dagana er hún í aldeilis frábæru vatni og það sem meira er að það er töluvert af laxi í henni. Veiðivísir heimsótti Leirvogsá í gær í góðum hóp eina vakt og það er óhætt að segja að áin hafi staðist allar væntingar. Byrjað var neðst í ánni og unnið sig upp eftir en fyrsti laxinn var kominn á land eftir tæpan klukkutíma. Hann veiddist í Kvörninni og var nýgenginn og bjartur en þar slapp annar nokkuð vænn skömmu áður. Það var töluvert líf fyrir neðan þjóðvegsbrú og ekki minnkaði það þegar ofar dró í ánni. Laxar lágu við Stólpa og á breiðunni við Gömlu brú en staðurinn sem var alveg sjóðheitur var Neðri Skrauti en þar kom einn á land og tveir sluppu af. Það var mikið líf þar og laxinn greinilega í ágætu tökustuði. Berghylur geymdi nokkra laxa sem og Birgishylur. Í Einbúa sáust 10-15 laxar sem litu ekki við neinu, alveg sama hvað var boðið upp á. Það er svo frábært að sjá þetta flotta vatn í ánni og lax á öllum stöðum sem rennt var í að það er ekki hægt annað en að öfunda þá sem eiga daga þarna á næstunni. Það er líklega víða hægt að kvarta yfir rólegu sumri en ekki í Leirvogsá. Hún er komin í 298 laxa á tvær stangir, lax er ennþá að ganga og er vel dreifður um ánna sem er í frábæru vatni. Er hægt að biðja um meira? Stangveiði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði
Veiðivísir heimsótti Leirvogsá í gær í góðum hóp eina vakt og það er óhætt að segja að áin hafi staðist allar væntingar. Byrjað var neðst í ánni og unnið sig upp eftir en fyrsti laxinn var kominn á land eftir tæpan klukkutíma. Hann veiddist í Kvörninni og var nýgenginn og bjartur en þar slapp annar nokkuð vænn skömmu áður. Það var töluvert líf fyrir neðan þjóðvegsbrú og ekki minnkaði það þegar ofar dró í ánni. Laxar lágu við Stólpa og á breiðunni við Gömlu brú en staðurinn sem var alveg sjóðheitur var Neðri Skrauti en þar kom einn á land og tveir sluppu af. Það var mikið líf þar og laxinn greinilega í ágætu tökustuði. Berghylur geymdi nokkra laxa sem og Birgishylur. Í Einbúa sáust 10-15 laxar sem litu ekki við neinu, alveg sama hvað var boðið upp á. Það er svo frábært að sjá þetta flotta vatn í ánni og lax á öllum stöðum sem rennt var í að það er ekki hægt annað en að öfunda þá sem eiga daga þarna á næstunni. Það er líklega víða hægt að kvarta yfir rólegu sumri en ekki í Leirvogsá. Hún er komin í 298 laxa á tvær stangir, lax er ennþá að ganga og er vel dreifður um ánna sem er í frábæru vatni. Er hægt að biðja um meira?
Stangveiði Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Túnfiskveiðar við Lagarfljót ganga vel Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði