Með aðalhlutverk fara Ísabella Jónatansdóttir, Óttar Kjerulf Þorvarðarson og Vilhjálmur Árni Sigurðsson. Myndin fjallar um Hönnu og vini hennar í hljómsveitinni Rauða Hauskúpan sem uppgötva það að óprúttnir aðilar ætli að sprengja upp skólann á lokaballinu. Vinirnir ætla ekki að láta það gerast og beita öllum sínum ráðum til að ná óþokkunum.

Aðrir leikarar í myndinni eru: Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Vala Snædal Sigurðardóttir, Jón Arnór Pétursson og Daði Víðisson.

Stikluna má sjá í heild sinni hér að neðan: