Chicco bóndabærinn talar íslensku Gullskógar 16. ágúst 2022 11:00 Fyrsta íslenskumælandi leikfangið frá Chicco er komið á markað hér á landi, krúttlegur bóndabær þar sem börn á aldrinum eins til fjögurra ára geta leyst þrautir á íslensku og ensku. „Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér. Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
„Við höfum unnið að þessu verkefni í eitt og hálft ár og að mér vitandi er þetta eina þroskaleikfangið á íslenskum markaði sem bregst við leik barnsins á íslensku,“ segir Sigríður Fanney Gunnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Gullskóga sem fer með umboð Chicco á Íslandi. Sigríður hafði sjálf frumkvæði að því að íslenskuvæða bóndabæinn. „Chicco er ítalskt fyrirtæki sem stendur mjög framarlega í þróun á þroskaleikföngum með tali. Móðurfyrirtæki Chicco er læknavörufyrirtæki og þau hafa því aðgang að ýmsum sérfræðingum. Leikfangalínan þeirra er meðal annars þróuð í samstarfi við barnalækna og þroska- og iðjuþjálfa. Ég hafði samband við þau um að framleiða bóndabæinn með íslensku tali en þegar ég sagði þeim hvað við byggjum mörg á Íslandi leist þeim fyrst ekkert á það,“ segir Sigríður. Hún gafst þó ekki upp. „Ég sagðist geta gert þetta sjálf ef þau leiðbeindu mér með framkvæmdina og þau voru til í það. Ég fékk íslenskan leiklistarnema til að tala inn á bóndabæinn en bærinn inniheldur yfir 50 orð, setningar, hljóð og lög á íslensku og ensku.“ Þroskaleikföngin frá Chicco njóta mikilla vinsælda og hefur bóndabærinn verið einna vinsælastur í línunni. Nota má bóndabæinn á þrjá mismunandi vegu eftir aldri barnsins. Hægt er að ýta á dýrin til að heyra dýrahljóðin, toga í sólina og hlusta á lög og smásögur eða fara í spurningaleik sem litli bangsinn með gula hattinn leiðir áfram. Spurningaleikurinn æfir bæði tölustafina og fræðir um dýrin og hvað þau „segja“. Nánar um talandi bóndabæinn hér.
Íslenska á tækniöld Krakkar Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira