„Héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. ágúst 2022 16:23 Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika. Vísir/Diego Ásmundur Arnarson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega kátur í leikslok eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkubikars kvenna með 0-2 útisigri gegn Selfyssingum á Jáverk-velinum á Selfossi í dag. „Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
„Manni líður bara frábærlega. Það er gríðarlega sterkt að koma hérna og vinna Selfoss í þessum leik,“ sagði Ásmundur að leik loknum. „Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt. Selfoss er vel spilandi og með fullt af reynsluboltum í sambland við ungar og efnilegar stelpur. Þetta er vel spilandi lið og að ná að klára þær hérna 2-0 er maður bara hrikalega ánægður með.“ „Auðvitað hefði maður kannski viljað skora annað markið aðeins fyrr, við fengum færin til þess. En svo þróaðist leikurinn kannski þannig að síðustu tuttugu mínúturnar lágum við svolítið niðri og vorum bara að hugsa um að halda þessari forystu. Við héldum of lítið í boltann og úr varð óþarflega mikil spenna. Þannig að já, það hefði verið skemmtilegra að fá annað markið fyrr, en að öðru leiti bara frábær leikur hjá stelpunum og bara geggjað að vera kominn í úrslitaleik í bikar.“ Blikar fengu nóg af færum til að klára leikinn mun fyrr en liðið gerði, en Tiffany Sornpao gerði vel í marki Selfyssinga og varði oft á tíðum vel. Selfyssingar fengu einnig sín færi í leiknum og Ásmundur segir að heimakonur hafi klárlega gert þeim erfitt fyrir. „Þær gerðu okkur erfitt fyrir og við áttum alltaf von á því. Það er ekkert sem kom á óvart, en þetta var hörkuleikur gegn góðu Selfossliði, það er ekkert of oft sagt, þetta er gott lið.“ Breiðablik á nóg af leikjum eftir á tímabilinu þar sem liðið er í hörkubaráttu um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu-deild kvenna, ásamt því að vera á leið í bikarúrslit. Þá er verkefni í Meistaradeild Evrópu framundan. „Standið á hópnum er fínt. Nú auðvitað fara Áslaug Munda og Hildur Þóra í skóla út til Bandaríkjanna og við missum þær út. En fókusinn núna eftir þennan leik er á Meistaradeildina. Það er Rosenborg á fimmtudaginn þannig að það er fyrsta verkefnið. Svo tekur bara við deild og bikar og meiri gleði.“ Að lokum fór Ásmundur ekkert í felur með það að hann hafi engann áhuga á því að missa bikarinn úr Kópavoginum. „Já, það er skemmtilegra. Það ver vel um hana þarna hjá okkur,“ sagði Ásmundur léttur að lokum.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Breiðablik 0-2 | Blikar í úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur í Mjólkurbænum Breiðablik er á leið í úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 0-2 útisigur gegn Selfyssingum. Blikar eru ríkjandi bikarmeistarar og munu freista þess að verja titilinn gegn Valskonum á Laugardalsvelli. 13. ágúst 2022 15:54