Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 14:30 Skylar Diggins-Smith í leik með Phoenix Mercury á móti Connecticut Sun sama dag og Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi. Getty/M. Anthony Nesmith Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury)
NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum