„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Arnar Gunnlaugsson settist niður með Gunnlaugi Jónssyni til að fara yfir málin fyrir risaleik kvöldsins. Stöð 2 Sport Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira