Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi? Helga Þórólfsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 18:00 Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun