Næstkaldasta sumar aldarinnar í höfuðborginni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 22:01 Einn af mörgum hráslagalegum sumardögum í Reykjavík árið 2022. Vísir/vilhelm Sumarið sem er að líða í Reykjavík er það næstkaldasta á öldinni og það fimmta blautasta. Þá hefur hæsti hiti ekki mælst lægri í borginni síðan um aldamót. Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“ Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
Meðalhiti í Reykjavík það sem af er sumri er 10,1 stig, 0,8 stigum undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Sólskinsstundir eru 417, 33 stundum færri en í meðalári og úrkoman um 30 prósent umfram meðalúrkomu á sama tímabili. Gögnin ljúga ekki; kalt og blautt sumar í höfuðborginni, semsagt. „Þetta er næstkaldasta sumarið á þessari öld eins og er, og það fimmta blautasta,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands. Við erum nefnilega ekki alveg á botninum í ár. Sumrin 2003, 2014, 2018 og 2020 voru öll blautari en sumarið 2022 - og ótrúlegt en satt voru sólskinsstundirnar í fyrrasumar færri en nú. En það er vissulega tilefni til að barma sér. „Það hafa ekkert verið rosalega margir þurrir dagar í röð. Það hefur verið svolítið einkennandi fyrir sumarið. Og það sem stendur svolítið upp úr núna er að það hefur vantað þessa hlýju daga. Hæsti hitinn í Reykjavík í sumar hefur aðeins mælst 17,9 stig sem er frekar lágt,“ segir Kristín. Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna.Vísir/Sigurjón Hitametið í Reykjavík þetta sumarið féll jafnframt afar snemma,10. júní. Það er lægsti hæsti hiti í borginni síðan 2001. Og þá er ekki úr vegi að líta til Akureyrar, blíðviðrisparadísarinnar í norðri - eða svona, oftast nær. Þar hefur nefnilega einnig verið óvenjukalt. Hæsti hiti það sem af er sumri mældist 19,9 stig 14. júní. Það er lægsti hámarkshiti á Akureyri á þessari öld og fara þarf aftur til ársins 1979 til að finna lægri hámarkshita. En er þarna að merkja einhverja þróun, fyrirboða um það sem koma skal á Íslandi á tímum loftslagsbreytinga? Kristín telur ekki. „Þetta er bara tilfallandi.“
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira