Fer í framboð 95 ára Bjarki Sigurðsson skrifar 16. ágúst 2022 16:50 Lollobrigida á níutíu ára afmælisdaginn árið 2017. EPA/Angelo Carconi Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Lollobrigida skaust upp á stjörnuhimininn árið 1947 þegar hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ítalía og endaði í þriðja sæti. Eftir það fór hún að leika í kvikmyndum og árið 1953 vann hún til BAFTA-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Brauð, ást og draumar (e. Pane, amore e fantasia). Sama ár lék hún í myndinni Beat the Devil og var það hennar fyrsta kvikmynd þar sem töluð var enska. Hún lék þar á móti Humphrey Bogart en hún átti eftir að leika með fleiri heimsfrægum leikurum, líkt og Burt Lancaster, Anthony Quinn og söngvaranum Frank Sinatra. Hún minnkaði við sig í leiklistinni í byrjun áttunda áratugarins en sneri aftur um skammt skeið tíu árum síðar. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að öðruvísi list en leiklistinni, þar á meðal myndlist og högglist. Nú stefnir hún hins vegar á feril í stjórnmálum og ætlar að bjóða sig fram fyrir Ítalska fullveldisflokkinn. Hún segist vera orðin þreytt á því að hlusta á stjórnmálamenn rífast við hvorn annan án þess að komast að niðurstöðu. „Ég mun berjast fyrir því að fólkið fái að velja, frá heilbrigðismálum til jafnréttismála. Ítalía er í slæmu ástandi, ég vil gera eitthvað gott og jákvætt,“ sagði hún í viðtali við ítalska miðilinn Corriere della Sera á sunnudaginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lollobrigida fer í framboð en árið 1999 bauð hún sig fram til Evrópuþingsins en tókst ekki að komast þangað inn.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Skartgripir Ginu Lollobrigidu seldir á uppboði Skartgripir í eigu ítölsku kvikmyndastjörnunnar Ginu Lollobrigidu verða seldir á uppboði í Genf í vikunni. 14. maí 2013 09:08