Körfubolti

Þórir Guðmundur færir sig yfir til Spánar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur samið við spænska liðið Oviedo.
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur samið við spænska liðið Oviedo. Vísir/Bára Dröfn

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur samið við Oviedo um að leika með liðinu í spænsku B-deildinni á komandi leiktíð.

Þórir gengur til liðs við Oviedo frá Landstede Hammers sem leikur í BNXT-deildinni í Hollandi og Belgíu, en frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Oviedo.

Þórir hóf feril sinn hjá KR hér á landi, en á árunum 2017-2021 var hann á mála hjá Nebraska í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Á seinasta tímabili skilaði Þórir að meðaltali 12 stigum, fimm fráköstum og þrem stoðsendingum í leik með Landstede Hammers. Hann er annar Íslendingurinn sem semur við lið í spænsku B-deildinni fyrir næsta tímabil, en fyrr í sumar samdi Ægir Þór Steinarson við HLA Alicante.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×