Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2022 23:03 Faraldur apabólu hefur gengið yfir heiminn að undanförnu. Getty/Jakub Porzycki Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Faraldur apabólu gengur nú yfir en sjúkdómurinn hefur greinst í meira en fimmtíu löndum. Þrýst hefur verið á að finna betra heiti á sjúkdóminn en apabóla, þar sem nagdýr, frekar en apar, eru hýsildýr veirunnar. Ástæða nafngiftarinnar er sú að apabóla greindist fyrst í öpum, að því er fram kemur á vef Vísindavefs HÍ. Vísindamenn kölluðu eftir því í sumar að fundið yrði nýtt heiti á sjúkdóminn sem væri hlutlausara. Yfirleitt ákveður nefnd á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvaða heiti sjúkdómar fá. Vilja ekki að sjúkdómar séu kenndir eftir ríkjum, héruðum, þjóðfélagshópum eða dýrum Í þetta skiptið var hins vegar ákveðið að kalla eftir tillögum frá almenningi. „Það er mjög mikilvægt að við finnum nýtt heiti á apabóla vegna þess að það er við hæfi að koma í veg fyrir að sjúkdómar séu kenndir við þjóðernishópa, svæði, ríki eða dýr og svo framvegis,“ var haft eftir Fadela Chaib, talskonu stofnunarinnar. Boaty McBoatface vakti heimsathygli Stofnunin virðist þó vera á varðbergi hvað varðar svona nafnakeppnir, því dæmin sanna að þær geta haft ófyrirséðar afleiðingar. Besta dæmið um slíkt er þegar bresk náttúruvísindastofnun efndi til samkeppni um hvað skyldi nefna nýtt rannsóknarskip stofnunarinnar. Fjölmargar tillögur bárust en heitið Boaty McBoatface, sem þýða mætti sem Bátur Bátsson, fékk langflest atkvæði almennings. Stofnunið ákvað síðar að fara framhjá úrslitunum með því að nefna skipið eftir Sir David Attenborough en nefna lítinn kafbát um borð Boaty McBoatface. „Ég er viss um að við fáum ekkert fáránlegt heiti“, var einnig haft eftir Chaib, talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, væntanlega minnug farsans með Boaty McBoatface, sem vakti heimsathygli. Í frétt Reuters er farið yfir nokkur af þeim heitum sem þegar hafa verið send inn. Þar ber helst að nefna Poxy McPoxface, TRUMP-22 og Mpox. Stofnunin hefur ekki gefið út hvenær nýtt heiti verður opinberað.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22 Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Evrópa fórni NATO fyrir Grænland Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi Sjá meira
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. 12. júlí 2022 15:22
Apabólan fær nýtt nafn Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vinnur nú að því að finna nýtt nafn á apabóluna. Fáir höfðu heyrt minnst á bólu þessa fyrr en fyrir nokkrum vikum þegar hún fór að dreifa sér í auknum mæli. Nú hafa um 1600 tilfelli verið greind í 20 löndum á síðustu vikum. 14. júní 2022 20:29