Hylltur sem hetja eftir að hafa hætt að hlaupa til að hjálpa keppinauti á EM Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Nahuel Carabana stoppaði til að hjálpa hinum danska Axel Vang Christensen þrátt fyrir að vera í miðri keppni í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Getty/Matthias Hangst Það er afar sjaldgæft að keppanda á stórmóti sé klappað lof í lófa af öllum viðstöddum, komi hann langsíðastur í mark. Sú var þó raunin í 3.000 metra hindrunarhlaupi á EM í frjálsíþróttum í gær. Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira
Nahuel Carabana frá Andorra sló nefnilega í gegn hjá áhorfendum þegar hann sýndi sannan íþróttaanda og góðmennsku með því að koma Dananum Axel Vang Christensen til hjálpar. Christensen, sem er tvöfaldur Danmerkurmeistari, varð fyrir því óláni að meiðast þegar hann datt um hindrunina á hlaupabrautinni en hann var þá fremstur í hlaupinu. Á meðan að aðrir hlauparar nýttu sér þetta til að komast framhjá Christensen og halda hlaupinu áfram ákvað Carabana að snúa við og hlúa að honum, eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan. The kind of sporting spirit we love to see Credit @EuroAthletics | #Munich2022 | #BackToTheRoofsFollow the European Athletics Championships live on All Athletics. pic.twitter.com/MoFH2Q6ZUm— The Olympic Games (@Olympics) August 16, 2022 Þetta kostaði Carabana, sem á bronsverðlaun frá EM U23, langan tíma og hann kom á endanum í mark rúmri mínútu á eftir næsta hlaupara. Áhorfendur risu hins vegar úr sætum og klöppuðu fyrir því að hann skyldi setja heilsu og öryggi Christensens ofar eigin árangri í hlaupinu. „Ég sá að maðurinn fór illa í hindrunina. Ég hélt að hann hefði meitt sig í fætinum eða ökkla og hann gat ekki hreyft sig. Ég var við það að halda áfram en eitthvað innra með mér sagði: „Ég þarf að hjálpa honum og koma honum í burtu áður en hinir hlaupararnir koma aftur.“ Hann gat ekki hreyft sig og þeir hefðu getað hlaupið yfir hann. Þegar ég hugsaði þetta þá sneri líkaminn minn sjálfkrafa við og ég ákvað að hjálpa honum,“ sagði Carabana við Olympics.com. Christensen var fluttur á sjúkrahús en Carabana, sem er 22 ára, hefur nú lokið keppni á EM þó að einhverjir hafi eflaust viljað sjá hann fá sæti í úrslitum vegna óeigingirni sinnar. Á meðal þeirra sem hafa hrósað honum er breski ólympíumeistarinn Linford Christie sem skrifaði á Twitter: „Svona lagað verðskuldar verðlaun.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Sjá meira