Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 14:08 Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár. Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. Rossy, sem fæddist 1965 í Palma á Mallorca, er fyrirsæta og ein helsta leikkona Spánar síðustu áratugi. Hún er einnig hluti af hinni áhrifamiklu Madrídarsenu sem einkennt hefur spænska kvikmyndagerð um árabil. Hin nýja spænska bylgja, sem einkennir spænska kvikmyndagerð í dag, mun hafa sérstakt rými á dagskrá RIFF í ár. Leikkona með tískuna í blóðinu „Átján ára flutti Rossy de Palma til Madridar þar sem hún tók fullan þátt í gagnmenningar krossferð Madrídarsenunnar (La Movida Madrileña), á tímabili listræns frelsis sem einkenndi árin eftir dauða fasistaleiðtogans Franco. Rossy var einn meðlimur popphljómsveitarinnar Verstu mögulegu (Peor Imposible) og það var í þessum háhitabræðingi ólíkra listgreina sem leiðir hennar og Pedro Almodovar lágu fyrst saman og Rossy tók sín fyrstu skref á leiklistarferlinum,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Leikkonan og fyrirsætan Rossy De Palma gekk á dögunum á Juana Martin Haute Couture Fall Winter 2022 2023 sýningunni á Tískuvikunni í París.Getty/Pierre Suu Þar með hófst farsælt samstarf þessara tveggja listamanna sem getið hefur af sér fjölda kvikmynda, meðal annars Law of Desire (1987), Women on the Verge of a Nervous Breakdown (1988), Broken Embraces (2009) og nýjustu mynd hans Parallel Mothers (2021). Rossy hefur einnig leikið í myndum leikstjóranna, Alex de la Iglesia, Robert Altman, Mike Figgis, Laure Charpentier, Terry Gilliam og Mehdi Charef. „Hún hefur þó aldrei sagt fyllilega skilið við sönginn og einnig átt farsælan feril sem tískumódel, meðal annars fyrir hönnuðina Alexander McQueen, Jean Paul Gaultier og Thierry Mugler. Rossy undirstrikar að tíska geti verið list ef hún er hönnuð með ásetningi og nýtt sem tjáning. Rossy er einnig þekkt „muse“ samkynhneigðu senunnar í Barcelona þar sem hún sameinar margvíslega listræna hæfileika sína til að undirstrika frelsi og tjáningu og fráhvarf frá hinum undirokaða raunveruleika lífsins inn í fegurð listarinnar.“ Rossy de Palma og spænski leikstjórinn Pedro Almodovar.Getty/ Anita Bugge Spænskur fókus „Spænsk kvikmyndalist er frumleg, spennandi og þrautseig. Hún er mörkuð blóðugu borgarastríði, sem klauf þjóðina, og síðan valdatíð einræðisherrans Franco frá árunum 1939 til 1975. Undir hans stjórn ríkti þöggun, ritskoðun og kúgun innan listaheimsins. Kvikmyndagerð fór frá því að vera listræn eða afþreyingarefni og yfir í áróðursgerð. Margir listamenn flúðu landið, þeirra á meðal góðkunni kvikmyndagerðarmaðurinn Luis Buñuel. Að einhverju leyti urðu þessar þröngu skorður þó til þess að efla ímyndunarafl kvikmyndafólks – sem fann nýjar leiðir til frjálsrar tjáningar án þess að verða skotspónn yfirvalda. Þess má sjá dæmi í myndum eins og La Caza (1966) eftir Carlos Saura en þar notar leikstjórinn allegoríu til að fjalla um fasista í borgarastríðinu og El espíritu de la colmena (1973) eftir Victor Erice þar sem hann felur sömuleiðis umfjöllun um pólitískt landslag Francotímans í sjónrænni frásögn með sjónarhorni sex ára stelpu,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Rossy de Palma Jean-Paul Gaultier og Farida Khelfa.Getty/Bertrand Rindoff Petroff Eftir dauða Francos blómstraði kvikmyndalist Spánar – með leikstjórum á borð við Pedro Almadóvar, Alejandro Amenábar og Icíar Bollaín – sem koma áhorfendum sínum enn og aftur á óvart með síkvikri hugmyndaauðgi. Madrídarsenan, sem lagði áherslu á fegurð og frjálsa tjáningu, var þó langt í frá pólitískt viðbragð við fráfalli fasistaleiðtogans. Slíkt viðbragð er öllu greinanlegra í hinni nýju bylgju spænskrar kvikmyndagerðar. Spænska bylgjan „Hin nýja spænska bylgja í kvikmyndagerð leggur áherslu á að eyða mörkum skáldskapar og veruleika og endurspeglar kvikmyndagerðarþróun fyrri tíma. Þrátt fyrir að spænska bylgjan sé laus við stífar leiðbeiningar eins og Dogma 95, höfundastefnu nouvelle vague eða menningarlegt endurhæfingarvald nýraunsæisins, deilir hún mörgum einkennum fyrri tímabila. Ný kynslóð hefur ferska sýn á það hvernig opna má tjöldin milli raunveruleika og skáldskapar. Nú dugar ekki lengur að nota „amatöra“ í leiklist heldur þarf að fá fólk sem getur túlkað raunveruleika karakteranna vegna þess að það er þeirra eigin raunveruleiki. Bændur leika bændur, ræstingakonur leika ræstingakonur og þeir fáu fagleikarar sem boðið er hlutverk eru samhæfðir þeim veruleika sem þeir eiga að túlka. Leikarahópurinn er samhæfður til sameiginlegs skilnings á því hverjir þeir eru og draga fram líkindi örlaga sögupersónanna við þeirra eigin líf. Skáldskapurinn rennur saman við raunveruleikann. Rossy de Palma ásamt Marinu Abramovic og hönnuðinum Valentino.Getty/Neilson Barnard Mikilvægi handritsins sleppir við uppröðun hlutverka. Textinn verður tjáning hvers „leikara“ og ekki er þörf á að halda sig við upprunatexta. Hvað söguþráðinn varðar, þá er spænska bylgjan drifin áfram af tilfinningu fyrir stað, tíma og tilfinningu og söguþráðurinn birtist, frekar en að senur meitli í stein mikilvægari atburði. Sinfónía senanna í heild dregur fram marglaga upplifun sem skilar dýpri skilningi en nokkur ein sena getur gert eða er ætlað að gera. Hröð breyting á milli sena er í reynd annað einkenni. Spænska bylgjan endurspeglar að mörgu leyti tíðaranda okkar tíma, þá óþægilegu tilfinningu að líf okkar og starf hafi takmarkaðan tilgang í núverandi skipulagi, og snýst að mestu um að vera sátt við óhefta neysluhyggju, vaxandi ójöfnuð og minnkandi tækifæri til að breyta sameiginlegum háttum okkar, minnkandi rými borgaralegs samfélags. Sundrung í sameiginlegu grunnviðhorfi til lífsins er að ná hámarki og á milli sprungnanna sjáum við glitta í mynstur komandi framtíðar. Fiestan er búin og í því liggur kjarni spænsku bylgjunnar.“ Um RIFF „RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og hefur hún skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.“ RIFF Spánn Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Rossy, sem fæddist 1965 í Palma á Mallorca, er fyrirsæta og ein helsta leikkona Spánar síðustu áratugi. Hún er einnig hluti af hinni áhrifamiklu Madrídarsenu sem einkennt hefur spænska kvikmyndagerð um árabil. Hin nýja spænska bylgja, sem einkennir spænska kvikmyndagerð í dag, mun hafa sérstakt rými á dagskrá RIFF í ár. Leikkona með tískuna í blóðinu „Átján ára flutti Rossy de Palma til Madridar þar sem hún tók fullan þátt í gagnmenningar krossferð Madrídarsenunnar (La Movida Madrileña), á tímabili listræns frelsis sem einkenndi árin eftir dauða fasistaleiðtogans Franco. Rossy var einn meðlimur popphljómsveitarinnar Verstu mögulegu (Peor Imposible) og það var í þessum háhitabræðingi ólíkra listgreina sem leiðir hennar og Pedro Almodovar lágu fyrst saman og Rossy tók sín fyrstu skref á leiklistarferlinum,“ segir í tilkynningu frá RIFF. Leikkonan og fyrirsætan Rossy De Palma gekk á dögunum á Juana Martin Haute Couture Fall Winter 2022 2023 sýningunni á Tískuvikunni í París.Getty/Pierre Suu Þar með hófst farsælt samstarf þessara tveggja listamanna sem getið hefur af sér fjölda kvikmynda, meðal annars Law of Desire (1987), Women on the Verge of a Nervous Breakdown (1988), Broken Embraces (2009) og nýjustu mynd hans Parallel Mothers (2021). Rossy hefur einnig leikið í myndum leikstjóranna, Alex de la Iglesia, Robert Altman, Mike Figgis, Laure Charpentier, Terry Gilliam og Mehdi Charef. „Hún hefur þó aldrei sagt fyllilega skilið við sönginn og einnig átt farsælan feril sem tískumódel, meðal annars fyrir hönnuðina Alexander McQueen, Jean Paul Gaultier og Thierry Mugler. Rossy undirstrikar að tíska geti verið list ef hún er hönnuð með ásetningi og nýtt sem tjáning. Rossy er einnig þekkt „muse“ samkynhneigðu senunnar í Barcelona þar sem hún sameinar margvíslega listræna hæfileika sína til að undirstrika frelsi og tjáningu og fráhvarf frá hinum undirokaða raunveruleika lífsins inn í fegurð listarinnar.“ Rossy de Palma og spænski leikstjórinn Pedro Almodovar.Getty/ Anita Bugge Spænskur fókus „Spænsk kvikmyndalist er frumleg, spennandi og þrautseig. Hún er mörkuð blóðugu borgarastríði, sem klauf þjóðina, og síðan valdatíð einræðisherrans Franco frá árunum 1939 til 1975. Undir hans stjórn ríkti þöggun, ritskoðun og kúgun innan listaheimsins. Kvikmyndagerð fór frá því að vera listræn eða afþreyingarefni og yfir í áróðursgerð. Margir listamenn flúðu landið, þeirra á meðal góðkunni kvikmyndagerðarmaðurinn Luis Buñuel. Að einhverju leyti urðu þessar þröngu skorður þó til þess að efla ímyndunarafl kvikmyndafólks – sem fann nýjar leiðir til frjálsrar tjáningar án þess að verða skotspónn yfirvalda. Þess má sjá dæmi í myndum eins og La Caza (1966) eftir Carlos Saura en þar notar leikstjórinn allegoríu til að fjalla um fasista í borgarastríðinu og El espíritu de la colmena (1973) eftir Victor Erice þar sem hann felur sömuleiðis umfjöllun um pólitískt landslag Francotímans í sjónrænni frásögn með sjónarhorni sex ára stelpu,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Rossy de Palma Jean-Paul Gaultier og Farida Khelfa.Getty/Bertrand Rindoff Petroff Eftir dauða Francos blómstraði kvikmyndalist Spánar – með leikstjórum á borð við Pedro Almadóvar, Alejandro Amenábar og Icíar Bollaín – sem koma áhorfendum sínum enn og aftur á óvart með síkvikri hugmyndaauðgi. Madrídarsenan, sem lagði áherslu á fegurð og frjálsa tjáningu, var þó langt í frá pólitískt viðbragð við fráfalli fasistaleiðtogans. Slíkt viðbragð er öllu greinanlegra í hinni nýju bylgju spænskrar kvikmyndagerðar. Spænska bylgjan „Hin nýja spænska bylgja í kvikmyndagerð leggur áherslu á að eyða mörkum skáldskapar og veruleika og endurspeglar kvikmyndagerðarþróun fyrri tíma. Þrátt fyrir að spænska bylgjan sé laus við stífar leiðbeiningar eins og Dogma 95, höfundastefnu nouvelle vague eða menningarlegt endurhæfingarvald nýraunsæisins, deilir hún mörgum einkennum fyrri tímabila. Ný kynslóð hefur ferska sýn á það hvernig opna má tjöldin milli raunveruleika og skáldskapar. Nú dugar ekki lengur að nota „amatöra“ í leiklist heldur þarf að fá fólk sem getur túlkað raunveruleika karakteranna vegna þess að það er þeirra eigin raunveruleiki. Bændur leika bændur, ræstingakonur leika ræstingakonur og þeir fáu fagleikarar sem boðið er hlutverk eru samhæfðir þeim veruleika sem þeir eiga að túlka. Leikarahópurinn er samhæfður til sameiginlegs skilnings á því hverjir þeir eru og draga fram líkindi örlaga sögupersónanna við þeirra eigin líf. Skáldskapurinn rennur saman við raunveruleikann. Rossy de Palma ásamt Marinu Abramovic og hönnuðinum Valentino.Getty/Neilson Barnard Mikilvægi handritsins sleppir við uppröðun hlutverka. Textinn verður tjáning hvers „leikara“ og ekki er þörf á að halda sig við upprunatexta. Hvað söguþráðinn varðar, þá er spænska bylgjan drifin áfram af tilfinningu fyrir stað, tíma og tilfinningu og söguþráðurinn birtist, frekar en að senur meitli í stein mikilvægari atburði. Sinfónía senanna í heild dregur fram marglaga upplifun sem skilar dýpri skilningi en nokkur ein sena getur gert eða er ætlað að gera. Hröð breyting á milli sena er í reynd annað einkenni. Spænska bylgjan endurspeglar að mörgu leyti tíðaranda okkar tíma, þá óþægilegu tilfinningu að líf okkar og starf hafi takmarkaðan tilgang í núverandi skipulagi, og snýst að mestu um að vera sátt við óhefta neysluhyggju, vaxandi ójöfnuð og minnkandi tækifæri til að breyta sameiginlegum háttum okkar, minnkandi rými borgaralegs samfélags. Sundrung í sameiginlegu grunnviðhorfi til lífsins er að ná hámarki og á milli sprungnanna sjáum við glitta í mynstur komandi framtíðar. Fiestan er búin og í því liggur kjarni spænsku bylgjunnar.“ Um RIFF „RIFF er nú haldin í nítjánda skiptið og hefur hún skipað sér á bás sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Tilgangur hátíðarinnar er að vekja áhuga á kvikmyndamenningu, auka kvikmyndalæsi og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi með áherslu á alþjóðlega strauma. RIFF er einnig ætlað að skapa farveg fyrir viðskipti, nýsköpun, listsköpun, myndun alþjóðlegs tengslanets og samræðu við samfélagið og samtímann. RIFF er óháð hátið, rekin án hagnaðar.“
RIFF Spánn Bíó og sjónvarp Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira