Isabella: Spila á Íslandi næsta tímabil Atli Arason skrifar 17. ágúst 2022 19:00 Ísabella í leik með Breiðablik síðasta vetur. Vísir/Bára Dröfn Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður South Adelaide Panthers í Ástralíu, segist vera á heimleið í haust til að leika í Subway-deildinni, þegar leiktímabilið í Ástralíu klárast. „Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki. Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
„Ég er með samning í Ástralíu út þetta tímabil en ég kem aftur heim til Íslands í september og mun spila þar á næsta tímabili,“ sagði Isabella Ósk í samtali við Vísi í vikunni. Eftir erfiða byrjun í Ástralíu tókst Isabellu að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Panthers þar sem hún hefur leikið gífurlega vel en Isabella er meðal annars í 12. sæti yfir frákastahæstu leikmenn deildarinnar, af þeim 156 leikmönnum sem leika í NBL 1 Central deildinni. Isabella er þar með 9 fráköst að meðaltali. Tímabilið í Ástralíu stendur yfir á meðan íslenska deildin er í sumarfríi. Isabella kemur því til með að koma beint inn í byrjun næsta tímabilsins eftir að hafa leikið körfubolta í Ástralíu síðan í maí. Isabella vill þó ekkert gefa upp með hvaða liði hún mun spila á næsta tímabili en Karfan.is hefur meðal annars orðað Isabellu við Keflavík sem og við endurkomu í Breiðablik. Einnig hefur hún verið orðuð við Íslandsmeistara Njarðvíkur og deildarmeistara Fjölnis. „Ég get ekkert sagt um það strax en þetta á allt eftir að koma í ljós á næstu dögum,“ svaraði Isabella aðspurð að því hvar hún kemur til með að leika í vetur. Isabella er í viðræðum við nokkur lið á Íslandi en hún er uppalin í Kópavoginum hjá Breiðablik og hefur leikið með Blikum alla tíð, þangað til hún samdi við South Adelaide Panthers fyrr í sumar. Hún segist ekki enn vera búin að taka ákvörðun um það hvaða lið hún semur við. „Sumir verða kannski í sjokki þegar þau heyra að ég sé líka að tala við önnur lið en Breiðablik, þar sem ég hef alltaf spilað með Blikum,“ sagði Isabella. Á síðasta leiktímabili með Breiðablik skoraði Isabella 14,4 stig, tók 13,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í 17 leikjum. Isabella lauk tímabilinu sem sá íslenski leikmaður með flest framlagsstig að meðaltali, eða 24,41 framlagsstig. Það verður því spennandi að fylgjast með því hvar Isabella endar en hún mun eflaust reynast hvaða liði sem hún leikur með á næsta tímabili mikill hvalreki.
Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15 Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29 Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag í beinni: Líf og fjör á Fan Zone Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Isabella Ósk strax farin að láta til sín taka í Ástralíu Körfuboltakonan Isabella Ósk Sigurðardóttir gekk nýverið til liðs við South Adelaide Panthers sem leikur í efstu deild í Ástralíu. Liðið vann stórsigur á North Adelaide Rockets í dag, lokatölur 89-59 Isabellu Ósk og stöllum í vil. 4. júní 2022 17:15
Isabella Ósk með flest fráköst í Ástralíu Isabella Ósk Sigurðardóttir skoraði fimm stig og tók heil tólf fráköst á 32 mínútum í 20 stiga tapi South Adelaide Panthers gegn Norwood Flames í áströlsku NBL deildinni í körfubolta í nótt. 18. júní 2022 13:29
Isabella Ósk sló Íslandsmetið í fráköstum í gærkvöldi Isabella Ósk Sigurðardóttir setti nýtt frákastamet í efstu deild kvenna í gærkvöldi þegar hún hjálpaði Breiðabliki að vinna sautján stiga sigur á Snæfelli í Domino´s deildinni. 12. mars 2021 10:30