LeBron skrifar undir sögulegan samning hjá Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2022 10:31 LeBron er eflaust aðeins ánægðari í dag en hann var þarna. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA. Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós. Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Áður en nýr samningur var tilkynntur hafði verið smá óvissa um framtíð LeBron þar sem hann hafði gefið út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Það gæti enn verið að Lebron yfirgefi Lakers þegar samningurinn, sem gildir til tveggja ára, rennur út. Samningurinn færir LeBron 97 milljónir Bandaríkjadala (13,5 milljarða íslenskra króna) í vasann. Þá er svokallaður „player option“ í samningnum sem þýðir að LeBron getur í raun sjálfur ákveðið hvort hann verði hjá Lakers til 2025 eða semji við annað lið þegar þar að kemur. Það gæti gert það að verkum að hann fari til smærra liðs til að spila með syni sínum. Samningurinn gerir LeBron að launahæsta leikmanni í sögu deildarinnar. Samtals mun LeBron fá greiddar 532 milljónir Bandararíkjadala fyrir tíma sinn í deildinni. Aðeins er um að ræða laun sem körfuboltamaður, hann hefur svo þénað álíka mikið í gegnum hinar ýmsu fjárfestingar og auglýsingasamninga. LeBron has agreed on a 2-year contract extension with the Lakers worth $97.1M that'll include a player option for the '24-25 season. The deal also include a 15% trade kicker and he now surpasses KD as the highest earner in NBA history with $532M in guaranteed money. #OriginSport pic.twitter.com/e4bXirXO09— Carol Radull (@CarolRadull) August 18, 2022 Lakers misstu af úrslitakeppninni á síðasta tímabili, aðallega vegna meiðsla LeBron James og Anthony Davis. Verði þeir tveir heilir í vetur má ætla að liðið komist í úrslitakeppnina og LeBron haldi áfram að skrá sig á spjöld sögunnar. Þessi ótrúlegi íþróttamaður er fara hefja sitt 20. tímabil í NBA deildinni. Hann er sem stendur í öðru sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar. Reikna má með að LeBron brjóti það met í vetur fari svo að hann haldist heill heilsu. Raunar má reikna með að hann verði langstigahæsti leikmaður deildarinnar þegar skórnir fara loks upp í hillu árið 2024 eða 2025. Hversu margir hringarnir verða á þeim tíma, það verður bara að koma í ljós.
Körfubolti NBA Tengdar fréttir Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31 LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. 12. ágúst 2022 07:00
LeBron James á leið í fámennan hóp Körfuboltastjarnan LeBron James, sem leikur með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni, mun verða hluti af fámennum hópi manna á komandi leiktíð. Hann mun þá spila sína tuttugustu leiktíð í deildinni. 29. júlí 2022 22:31
LeBron skoðaði Drangey með fyrirliða Tindastóls Stórstjarnan LeBron James virðist heldur betur hafa notið lífsins á Ísland ef marka má fréttir og myndir af kappanum hér á landi. Nýjustu myndirnar sýna LeBron og Helga Rafn Viggósson, fyrirliða körfuknattsleiksliðs Tindastóls, í mesta bróðerni. 4. júlí 2022 13:31