Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 09:10 Hér má sjá að Jordan Waddy kastaði frá sér byssunni rétt áður en lögregluþjónarnir skutu á hann. Einnig má sjá að fólk í bakgrunni en auk þess að særa Waddy, særðu lögregluþjónarnir sex aðra. Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar. Hann dó ekki og særðist ekki lífshættulega. Sex aðrir særðust í skothríðinni en fólkið var þá að koma út af skemmtistöðum í miðbæ Denver. Þetta var þann 17. júlí og höfðu lögregluþjónarnir þegar verið sendir í leyfi á meðan rannsókn á skotárásinni fer fram. Héraðssaksóknari Denver tilkynnti þó í vikunni að kallaður yrði til svokallaður ákærudómstóll (e. grand jury) þar sem málið yrði rannsakað og kannað hvort tilefni væri til að ákæra lögregluþjónana. Það er eftir að upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna voru gerðar opinberar. Þær sýna meðal annars að maðurinn sem þeir skutu, sem heitir Jordan Waddy og er 21 árs, virðist hafa kastað frá sér byssunni og verið með hendur á lofti þegar lögregluþjónarnir skutu hann. Samkvæmt AP fréttaveitunni veittu lögregluþjónarnir Waddy eftirför þegar þeir sáu hann kýla annan mann. Þegar lögregluþjónarnir miðuð byssum sínum á hann, tók hann skammbyssu úr vasanum, kastaði henni til hliðar og var að rétta upp hendurnar þegar lögregluþjónarnir þrír skutu á Waddy. Eins og áður særðist hann en sex aðrir sem stóðu í bakgrunni urðu einnig fyrir skotum. Enginn særðist þó alvarlega. AP hefur eftir lögreglunni að þessir þrír lögregluþjónar hafi skotið sjö skotum en óljóst er hvort þeir hleyptu allir af byssum sínum. Engu skoti var skotið að þeim. Waddy var í kjölfarið handtekinn. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils, þar sem farið er yfir málið og sýndar upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna og upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hann dó ekki og særðist ekki lífshættulega. Sex aðrir særðust í skothríðinni en fólkið var þá að koma út af skemmtistöðum í miðbæ Denver. Þetta var þann 17. júlí og höfðu lögregluþjónarnir þegar verið sendir í leyfi á meðan rannsókn á skotárásinni fer fram. Héraðssaksóknari Denver tilkynnti þó í vikunni að kallaður yrði til svokallaður ákærudómstóll (e. grand jury) þar sem málið yrði rannsakað og kannað hvort tilefni væri til að ákæra lögregluþjónana. Það er eftir að upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna voru gerðar opinberar. Þær sýna meðal annars að maðurinn sem þeir skutu, sem heitir Jordan Waddy og er 21 árs, virðist hafa kastað frá sér byssunni og verið með hendur á lofti þegar lögregluþjónarnir skutu hann. Samkvæmt AP fréttaveitunni veittu lögregluþjónarnir Waddy eftirför þegar þeir sáu hann kýla annan mann. Þegar lögregluþjónarnir miðuð byssum sínum á hann, tók hann skammbyssu úr vasanum, kastaði henni til hliðar og var að rétta upp hendurnar þegar lögregluþjónarnir þrír skutu á Waddy. Eins og áður særðist hann en sex aðrir sem stóðu í bakgrunni urðu einnig fyrir skotum. Enginn særðist þó alvarlega. AP hefur eftir lögreglunni að þessir þrír lögregluþjónar hafi skotið sjö skotum en óljóst er hvort þeir hleyptu allir af byssum sínum. Engu skoti var skotið að þeim. Waddy var í kjölfarið handtekinn. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt héraðsmiðils, þar sem farið er yfir málið og sýndar upptökur úr vestismyndavélum lögregluþjónanna og upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira