Kim sagði „einföldum“ forseta Suður-Kóreu að halda kjafti Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2022 11:12 Kim Yo Jong er systir einræðisherrans Kim Jong Un og háttsett innan kommúnistaflokks Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir að forseti Suður-Kóreu sé einfaldur og barnalegur og hann eigi að halda kjafti. Þetta sagði hún í yfirlýsingu vegna ummæla Yoon Suk Yeol, forseta Suður-Kóreu, um að Norður-Kórea gæti fengið efnahagslega aðstoð í skiptum fyrir að láta kjarnorkuvopn sína af hendi. Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við. Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Kim sagði að ráðamenn í Norður-Kóreu myndu aldrei sætta sig við svo djarfa tillögu og að Yoon ætti frekar að halda kjafti en að varpa frá sér þvælu sem þessari. Enn fremur kallaði hún þá hugmynd að Norður-Kórea myndi fórna „heiðri sínum og kjarnorkuvopnum“ fyrir efnahagssamvinnu, barnalega. Kim sagði tillöguna varpa ljósi á að Yoon væri einnig barnalegur og einfaldur. „Enginn selur örlög sín fyrir kornköku,“ sagði Kim samkvæmt Yonhap fréttaveitunni. Fréttaveitan segir að tillagan hafi fyrst verið opinberuð í maí en Yoon hafi nýverið ítrekað hana. Í stuttu máli felst tillagan í því að hjálpa Norður-Kóreu með hagkerfið, þróun og uppbyggingu innviða. Yoon hefur þó einnig lagt áherslu á að auka hernaðarmátt Suður-Kóreu og hafið á nýjan leik æfingar með herafla Bandaríkjanna. Kim, sem er háttsett í kommúnistaflokki Norður-Kóreu, hefur lengi verið vígreif í garð nágranna sinna í suðri. Nú í vor hótaði hún því til að mynda að Norður-Kórea myndi gera kjarnorkuvopnaárás á Suður-Kóreu. Sjá einnig: Hótar að bregðast við minnstu árás með kjarnorkuvopnum Í áðurnefndri yfirlýsingu sem birt var á vef KCNA, ríkismiðils Norður-Kóreu, í morgun, sakar Kim Suður-Kóreu um að senda „óhreinan úrgang“ til Norður-Kóreu og mun það vera tilvísun í það að ráðamenn í einræðisríkinu hafa haldið því fram að áróðursmiðar sem sendir eru reglulega með blöðrum til Norður-Kóreu hafi borið Covid-19. Þá gaf Kim einnig út yfirlýsingu og hótaði alvarlegum viðbrögðum við blöðrusendingunum. Yonhap hefur eftir sameiningarráðherra Suður-Kóreu að ummæli Kim séu óviðeigandi og dónaleg. Það væri miður að ráðamenn í Norður-Kóreu væru að rangtúlka tillögur Yoon og bregðast svona dónalega við.
Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38 Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11 Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31 Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11 Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Segir Norður-Kóreu vera lausa við Covid-19 Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu. 10. ágúst 2022 22:38
Leyfa norðurkóreskt sjónvarp í Suður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu stefna á að afnema bann við almenningsaðgengi að norðurkóreskum sjónvarpsstöðvum, dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Vonast þeir eftir því að nágrannar þeirra geri slíkt hið sama. 23. júlí 2022 23:11
Flugu í átt að landamærum Norður-Kóreu Um tuttugu herþotur frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum fóru í morgun á loft og flugu í átt að landamærunum að Norður-Kóreu. Flugferðin átti að sýna Norður-Kóreumönnum glöggt hernaðarmátt sunnanmanna sem njóta liðsinnis Bandaríkjanna. 7. júní 2022 07:31
Skutu þremur eldflaugum og undirbúa tilraun með kjarnorkuvopn Þremur eldflaugum var skotið á loft frá Norður-Kóreu í nótt og þar á meðal einni sem talin er vera stærsta langdræga eldflaugin sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa þróað. Kóreumenn hafa einnig verið að gera tilraunir með nýjan sprengibúnað fyrir kjarnorkuvopn og er það talið í undirbúningi fyrir sjöunda kjarnorkuvopnatilraun ríkisins. 25. maí 2022 10:11
Skammaði sína æðstu embættismenn fyrir „vanþroska“ Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skammaði sína æðstu embættismenn fyrir þroskaleysi og fyrir að bregðast í viðbrögðum við faraldri Covid-19 þar í landi. Þetta segja ríkismiðlar Norður-Kóreu að Kim hafi gert á fundi stjórnmálanefndar Verkamannaflokks Norður-Kóreu (Politburo) á dögunum. 18. maí 2022 12:17