Vilborg fékk lungnabólgu í sjö þúsund metra hæð Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2022 07:01 Siggi Bjarni og Vilborg á leið sinni upp fjallið. Vilborg Arna Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir og fjallagarpurinn Sigurður Bjarni Sveinsson hafa dvalið í Pakistan mest allt sumarið til að freista þess að komast á tind fjallsins Gasherbrum II sem er þrettánda hæsta fjall heims. Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg. Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Fjallið er rétt rúmlega átta þúsund metra hátt en þegar Vilborg og Siggi Bjarni voru komin í sjö þúsund metra hæð fann Vilborg að það var eitthvað ekki eins og það ætti að vera. Vilborg og Siggi Bjarni höfðu verið í Pakistan í mest allt sumar þegar þau þurftu að hætta við verkefni sitt.Vilborg Arna „Við ákváðum að lækka okkur á fjallinu en í stað þess að lagast að þá fóru einkenni að koma í ljós hjá mér sem bentu til þess að ég væri að verða lasin. Við vorum búin að vega og meta aðstæður og töldum of mikla áhættu fólgna í því að halda áfram og snerum því niður í grunnbúðir. Ég reyndist svo vera með lungnabólgu og fékk far með þyrlu frá herbúðum sem eru rétt við grunnbúðirnar til bæjarins Skardu þar sem ég fór í eftirlit á spítalanum og fékk meðhöndlun,“ segir Vilborg. Hún telur að ef að hún hefði ekki farið heim þá hefði hún sett sig í verulega hættu en hún og Siggi Bjarni voru eina teymið á fjallinu þegar þetta var að gerast. Hún hefði getað orðið alvarlega veik, örmagnast eða ekki náð niður áður en veðurglugginn lokaðist. Fjallið er afar krefjandi en til að komast að fjallinu þurftu Vilborg Arna og Siggi Bjarni að ganga hundrað kílómetra á fimm dögum. Á leið sinni upp fjallið þarf að fara í gegnum ísfjall, ferðast á torfærum jökli og klífa brattann og tignarlegan hrygg. Fjallið er alls ekki fyrir reynslulítið klifurfólk.Vilborg Arna Vilborg og Siggi Bjarni héldu til Slóveníu frá Islamabad, höfuðborgar Pakistan, í nótt. Í dag ferðast þau svo aftur heim til Íslands. „Ég ætla að taka góðan tíma í að ná mér almennilega og komast aftur í form. Ég var með plön fyrir haustið sem þarf aðeins að endurskoða núna en ég er viss um að það kemur eitthvað skemmtilegt út úr því,“ segir Vilborg. Henni líður betur í dag og er að braggast með hverjum degi. Hún er ekki viss hvort hún reyni að klífa Gasherbrum II á ný en það sé þó aldrei að vita. Þetta er í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að ganga frá svona verkefni. „En að því sögðu að þá þarf maður alltaf að vera tilbúinn til þess því aðal markmiðið er alltaf að koma heim. Það er góð tilfinning að vita að við snérum frá á réttum tímapunkti, það erum við Siggi hjartanlega sammála um,“ segir Vilborg.
Íslendingar erlendis Pakistan Fjallamennska Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira