Selfyssingar senda frá sér yfirlýsingu um meintan rasisma Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 20:46 Selfyssingar hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að fyrrverandi leikmaður liðsins greindi frá kynþáttafordómum í hans garð. Selfoss Fótbolti Knattspyrnudeild Selfoss hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Chris Jastrzembski, fyrrverandi leikmaður liðsins, sagði frá kynþáttafordómum sem hann varð fyrir þegar hann spilaði með Selfyssingum. Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Jastrzembski yfirgaf herbúðir Selfyssinga fyrr í sumar af persónulegum ástæðum. Hann hafði leikið 13 leiki fyrir félagið eftir að hafa gengið í raðir Selfyssinga fyrir tímabilið. Hann sagði síðar frá því í viðtali við Gazeta í heimalandinu, Póllandi, að dvöl hans á Selfossi hafi ekki verið eitthvað sem hann myndi mæla með við aðra pólska leikmenn. Jastrzembski segir meðal annars frá einu atviki þar sem einum manni þótti það ekkert tiltökumál þótt hann myndi deyja, því nóg væri til af Pólverjum á Íslandi. Knattspyrnudeild Selfoss hefur nú sent frá sér yfirlýsingu um þetta mál. Deildin segir að henni þyki miður að upplifun Jastrzembski af dvöl sinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem birtist í Gazeta. „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss,“ segir enn fremur. Þá segjast Selfyssingar gera sér grein að deildin sé ekki yfir gagnrýni hafin. „Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Selfoss „Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss þykir miður að upplifun Chris Jastrzembski af dvölinni á Íslandi hafi verið á þá leið sem hann lýsir í viðtali við Gazeta. Knattspyrnudeild Selfoss leggur mikinn metnað í að gæta jafnræðis meðal allra þáttakenda innan deildarinnar, og gildir það jafnt um iðkendur, leikmenn og starfsfólk. Þar er stuðst við Jafnréttisáætlun og siðareglur Umf.Selfoss. Hjá deildinni starfa og æfa einstaklingar af öllum kynjum, þjóðernum og frá mismunandi menningarheimum. Sveitarfélagið Árborg er eitt af m+ottökusamfélögum landsins fyrir flóttafólk og leggur knattspyrnudeildin, og ungmennafélagið í heild, sig fram um að bjóða það velkomið í íþróttastarfið. Knattspyrnudeild Selfoss hefur í gegnum tíðina haft fjölda erlendra leikmanna á sínum snærum og hefur samstarfið alla jafna gengið mjög vel. Margir leikmanna hafa myndað sterk tengsl við sveitarfélagið og fest hér rætur. Við erum stolt af okkar starfi en gerum okkur grein fyrir að það er ekki hafið yfir gagnrýni. Knattspyrnudeildin mun því nota þetta tækifæri og yfirfara verkferla í starfi deildarinnar og sjá hvar úrbóta er þörf því okkur er mikið í mun um að tryggja að upplifun allra af því að æfa og starfa fyrir félagið sé sem allra best. Einkunnarorð Umf.Selfoss eru; Gleði-Virðing-Fagmennska og fyrir það viljum við standa.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira