Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:01 Sir Alex Ferguson yfirgefur réttarsal í Manchester í gær. Skjáskot/Sky News Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi. Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi.
Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31