Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:01 Sir Alex Ferguson yfirgefur réttarsal í Manchester í gær. Skjáskot/Sky News Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi. Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Hinn áttræði Ferguson var fenginn til að bera vitni um mannkosti Giggs (e. character witness) af lögfræðiteymi hans fyrir rétti í Manchester í gær, en þá fór tíundi dagur réttarhaldanna fram. Sir Alex sagði Giggs hafa mikið jafnaðargerð og sagði um Giggs: „Að hafa átt eins langan feril og raun ber vitni í erfiðri stöðu, þegar kom að orkustigi, þá uppfyllti hann allar kröfur okkar til hans,“ Hann sagði Giggs „án efa vera sýna besta fordæmi nokkurs manns hjá félaginu,“ og að „allir hafi litið til Giggs sem fordæmi,“. Aðspurður af Chris Daw, verjanda Giggs, hvort hann hefði einhvern tíma séð Giggs missa stjórn á skapi sínu sagði Ferguson einfaldlega: „Nei“. Sakaður um ítrekað framhjáhald fyrir meinta árás Þá var lesið upp úr bréfi sem Greville sendi á Giggs þremur dögum fyrir meinta líkamsárás. Titill bréfsins var „Síðasta kveðjan“ (e. The Final Goodbye). Þar sakar Greville Giggs um að hafa haldið við að minnsta kosti átta konur á meðan sambandi þeirra stóð og kvaðst hafa vitnisburð um slíkt frá þeim konum. Greville segir Giggs þá hafa áráttu fyrir lygum og framhjáhaldi (e. compulsive liar and a cheat). Í bréfinu telur hún konurnar upp og nefnir á nafn. Þá segir hún: „Ég komst að endanum að því að ég varð ástfangin af manni sem er ekki til,“ og bætti við: „Ég er hrygg yfir því að þú gast aldrei verið hreinskilinn við mig varðandi neitt,“ Giggs neitar öllum þeim sem sökum sem hann er borinn. Hann neitar að hafa beitt stjórnandi og þvingandi hegðun gagnvart Greville frá ágúst 2017 fram í nóvember 2020, hann neitar einnig að hafa ráðist á hana og veitt henni líkamlega áverka, og neitar að hafa ráðist á systur hennar. Hann játaði þó fyrir rétti í dag að hann hafi haldið framhjá í hverju einasta sambandi sem hann hefur átt en kveðst aldrei hafa beitt konur ofbeldi.
Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01 Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30 Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 18. ágúst 2022 12:01
Giggs segir það síðasta sem hann myndi vilja gera væri að meiða Kate andlega eða líkamlega Í gær, þriðjudag, fór sjöundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fram. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot. 17. ágúst 2022 09:30
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. 11. ágúst 2022 07:31