Árásarmanninum banað á vettvangi Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 17:02 Samkvæmt heimildum fréttastofu var árásin framin á Hlíðarbraut á Blönduósi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir að ekki sé grunur um að árásarmaðurinn hafi svipt sig lífi. Samsett Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Ríkisútvarpið að svo virðist sem árásarmanninum hafi verið banað. Hvorki sé grunur um að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni né að hann hafi verið drepinn með skotvopni. Ekki liggi fyrir að svo stöddu hvert banamein hans var. Birgir segir að málið sé til rannsóknar og að tveir hafi verið handteknir í tengslum við það. Hann gefur ekki upp hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Ákvörðun um það sé á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fórnarlömb árásarinnar hjón sem búa í húsinu þar sem árásin var framin. Árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi undirmaður heimilisföðurins. Eiginkona yfirmannsins lést í árásinni og hann er særður. Lögreglan gefur ekki upp hversu margir voru inni á heimilinu þegar árásin var framin. Þá herma heimildir fréttastofu að árásarmaðurinn hafi átt við geðrænan vanda að stríða og að hann hafi verið handtekinn fyrr í sumar eftir að hafa átt í hótunum við fólk vopnaður skotvopni. Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir í samtali við Ríkisútvarpið að svo virðist sem árásarmanninum hafi verið banað. Hvorki sé grunur um að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni né að hann hafi verið drepinn með skotvopni. Ekki liggi fyrir að svo stöddu hvert banamein hans var. Birgir segir að málið sé til rannsóknar og að tveir hafi verið handteknir í tengslum við það. Hann gefur ekki upp hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Ákvörðun um það sé á borði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fórnarlömb árásarinnar hjón sem búa í húsinu þar sem árásin var framin. Árásarmaðurinn hafi verið fyrrverandi undirmaður heimilisföðurins. Eiginkona yfirmannsins lést í árásinni og hann er særður. Lögreglan gefur ekki upp hversu margir voru inni á heimilinu þegar árásin var framin. Þá herma heimildir fréttastofu að árásarmaðurinn hafi átt við geðrænan vanda að stríða og að hann hafi verið handtekinn fyrr í sumar eftir að hafa átt í hótunum við fólk vopnaður skotvopni.
Lögreglumál Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34
Áfallateymi Rauða krossins komið á staðinn Tveir eru látnir eftir skotárás sem átti sér stað um klukkan hálf sex í morgun á Blönduósi. Aðilar frá áfallateymi Rauða Krossins hafa verið sendir á staðinn til þess að veita áfallahjálp. 21. ágúst 2022 15:12