Körfubolti

Kyri­e fer ekki fet

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kyrie Irving verður áfram í Brooklyn.
Kyrie Irving verður áfram í Brooklyn. EPA-EFE/JASON SZENES

Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023.

Kevin Durant kveikti í plönum allra framkvæmdastjóra NBA-deildarinnar þegar hann lýsti því yfir að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets í sumar. Hann hefur viðrað þá hugmynd að fara áfram en þá þurfa framkvæmdastjórinn Sean Marks og þjálfarinn Steve Nash að víkja. Sem stendur halda möguleg skipti Durant deildinni í gíslingu.

Á sama tíma hafði Kyrie Irving íhugað að færa sig um set og þá helst til Los Angeles þar sem hann hugðist ætla að reyna vinna hring með LeBron James á nýjan leik. Hinn þrítugi leikstjórnandi elskar hins vegar að koma á óvart og nú virðist sem Kyrie og stjórn Nets sé sammála um að það sé best fyrir hans eigin hagsmuni að vera áfram í Brooklyn, allavega um stundarsakir.

Það virðist sem Kyrie verði áfram í svörtu sem þýðir að Russell Westbrook verður áfram í fjólubláu og gulu. Stuðningsfólk Lakers var þegar farið að slefa við tilhugsununni að skipta Westbrook út fyrir Irving en það virðist ekkert ætla að verða af þeim skiptum.

Irving er hins vegar að fara inn í „samningsár“ og ef hann er nálægt sínu besta í vetur er ljóst að nær öll lið deildarinnar verða tilbúin að semja við hann næsta sumar. Hvað varðar Durant og hans næsta áfangastað þá virðist það algjörlega óvíst en nýjasta liðið til að blanda sér í umræðuna er Memphis Grizzles.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Durant vill yfir­gefa Brook­lyn Nets

Kevin Durant, eitt stærsta nafnið í NBA-deildinni í körfubolta, ætlar sér að yfirgefa Brooklyn Nets. Talið er að hann vilji helst fara til Phoenix Suns eða Miami Heat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×