Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma vegna umræðunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 19:02 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðismál ekki í nógu miklum forgangi í samfélaginu. vísir/egill Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir fólk með geðrænan vanda verða hrætt þegar mál á borð við Blönduósmálið komi upp. Engar rannsóknir sýni tengsl milli geðræns vanda og þess að beita ofbeldi. Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fram hefur komið í fréttum í dag að maðurinn, sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi í gærmorgun, hafi glímt við geðrænan vanda. Skotfélagið Markviss hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan mannsins en að sögn lögreglustjórans á Norðurlandi vestra barst embættinu engin formlega tilkynning um slíkt. Geðheilbrigðismál ekki nógu framarlega í forgangsröðun Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mál sem þetta segi okkur ekki endilega nokkuð um kerfið eða samfélagið. „Ég veit ekki hvort það sé rétt að taka þetta mál sérstaklega og segja að það segi okkur eitthvað um kerfið eða samfélagið. Hins vegar höfum við hjá Geðhjálp bent á það lengi að gerænar áskoranir og hvernig við tökum á geðheilbrigðismálum almennt í samfélaginu er ekki nægilega gott,“ segir Grímur. „Við þurfum að setja meiri áherslu bæði á forvarnir, sem eru þá alveg frá grunnskóla, leikskóla og út lífið og síðan hvernig við erum að taka á móti fólki í samfélaginu þegar það fer í samfélagsgeðþjónustu. Þessir þættir eru ekki nógu framarlega í forgangsröðinni.“ Birgir Jónsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákveðið hafi verið fyrir nokkrum vikum síðan að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. Grímur segir ljóst að eigi fólk að mega bera skotvopn þurfi það að vera til þess fallið. „Ég er ekki hlynntur skotvopnum sjálfur, mér finnst skotvopn vera eitthvað sem við eigum að hafa sem minnst af í samfélaginu og reyna að forðast slíkt. Hins vegar á það að vera þannig að ef þú ætlar að fara með eitthvað þá þarftu að vera til þess fallinn og geta gert það, þannig að auðvitað þarf að horfa á þá þætti,“ segir Grímur. Fólk með geðrænan vanda líklegra til að verða fyrir ofbeldi Fólk með geðrænan vanda hræðist fordóma í samfélaginu þegar mál sem þetta komi upp. „Það er of mikið af því að við tengjum geðrænan vanda og ofbeldi. Það eru engar rannsóknir sem sýna það. Við erum að horfa á mikið ofbeldi í samfélaginu: Hnífstungur og annað ofbeldi,“ segir Grímur. „Það er hins vegar þannig að fólk sem glímir við geðrænan vanda er tíu sinnum líklegra til að verða fyrir ofbeldi en aðrir og það er kannski það sem við þurfum að horfa á. Umburðarlyndið og annað hverfur stundum af því að við erum svo hrædd. Við verðum óttaslegin þegar eitthvað er ekki eins og okkur finnst það eigi að vera.“ Hann skilji þá hræðslu vel. „Ég skil mjög marga sem búa við einhvers konar áskoranir að svona umræða [hræði þá], því hún fer beint í það að telja að fólk sé hættulegt en það er ekki þannig almennt.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Húnabyggð Geðheilbrigði Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira