Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. ágúst 2022 18:38 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. Ekkert var þó skráð í kerfi lögreglunnar og segir lögreglustjórinn að ekki hafi verið tilefni til. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Árásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. Sjá einnig: Líðan mannsins eftir atvikum Árásarmaðurinn var skotáhugamaður en samkvæmt heimildum fréttastofu átti hann við geðrænan vanda að stríða. Hann hafði nýlega verið vistaður á geðdeild og var handtekinn fyrr í sumar en síðan sleppt. Í morgun birtu forsvarsmenn skotfélagsins Markviss á Blönduósi yfirlýsingu um að meðlimir þess hefðu í nóvember sagt lögreglu frá því að þeir hefðu áhyggjur af andlegri heilsu hans. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir þetta ekki hafa verið neina formlega tilkynningu. Hann segir að lögreglumaður á Blönduósi hafi rætt við gjaldkera skotveiðifélagsins og sá hafi lýst yfir áhyggjum af skotmanninum. Birgir segir viðkomandi lögreglumann hafa rætt við skotmanninn, því þeir hafi þekkst í mörg ár. Ekki hafi verið talin ástæða til að aðhafast og var málið ekki skráð í kerfi lögreglu. Það hafi ekki verið þess eðlis að ástæða hafi þurft til. Birgir segir að ekki hafi verið um lögreglumál að hans viti og telur hann umræddan lögreglumann hafa brugðist rétt við. Þetta hafi verið óformleg samskipti og vegna þeirra hafi ekki verið tilefni til aðgerða. Fyrst var sagt frá viðbrögðum Birgis á vef Morgunblaðsins í dag. Birgir segist fyrst hafa vitað af skotmanninum eftir að afskipti hafi verið höfð af honum fyrir um fjórum vikum síðan. Þá hafi vopn hans verið tekin af honum en Birgir segir að það hafi ekki verið vegna hótana, eins og fram hafi verið haldið. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. „Þetta ferli er auðvitað hið lögbundna ferli og getur í sjálfu sér ekki farið í neina aðra meðferð, lögum samkvæmt,“ segir Birgir. Ekki hefur náðst í Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert var þó skráð í kerfi lögreglunnar og segir lögreglustjórinn að ekki hafi verið tilefni til. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Árásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. Sjá einnig: Líðan mannsins eftir atvikum Árásarmaðurinn var skotáhugamaður en samkvæmt heimildum fréttastofu átti hann við geðrænan vanda að stríða. Hann hafði nýlega verið vistaður á geðdeild og var handtekinn fyrr í sumar en síðan sleppt. Í morgun birtu forsvarsmenn skotfélagsins Markviss á Blönduósi yfirlýsingu um að meðlimir þess hefðu í nóvember sagt lögreglu frá því að þeir hefðu áhyggjur af andlegri heilsu hans. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir þetta ekki hafa verið neina formlega tilkynningu. Hann segir að lögreglumaður á Blönduósi hafi rætt við gjaldkera skotveiðifélagsins og sá hafi lýst yfir áhyggjum af skotmanninum. Birgir segir viðkomandi lögreglumann hafa rætt við skotmanninn, því þeir hafi þekkst í mörg ár. Ekki hafi verið talin ástæða til að aðhafast og var málið ekki skráð í kerfi lögreglu. Það hafi ekki verið þess eðlis að ástæða hafi þurft til. Birgir segir að ekki hafi verið um lögreglumál að hans viti og telur hann umræddan lögreglumann hafa brugðist rétt við. Þetta hafi verið óformleg samskipti og vegna þeirra hafi ekki verið tilefni til aðgerða. Fyrst var sagt frá viðbrögðum Birgis á vef Morgunblaðsins í dag. Birgir segist fyrst hafa vitað af skotmanninum eftir að afskipti hafi verið höfð af honum fyrir um fjórum vikum síðan. Þá hafi vopn hans verið tekin af honum en Birgir segir að það hafi ekki verið vegna hótana, eins og fram hafi verið haldið. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. „Þetta ferli er auðvitað hið lögbundna ferli og getur í sjálfu sér ekki farið í neina aðra meðferð, lögum samkvæmt,“ segir Birgir. Ekki hefur náðst í Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins.
Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30
Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44
Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41