Andrej Kúrkov hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Atli Ísleifsson skrifar 23. ágúst 2022 09:08 Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Aðsend/Pako Mera/Opale/Bridgeman Images Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár og mun hann koma til Íslands þann 7. september til að veita þeim viðtöku. Í tilkynningu frá Bókmenntahátíð í Reykjavík segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni afhenda verðlaunin sem verða veitt í þriðja sinn, en fyrri verðlaunahafar eru rithöfundarnir Ian McEwan og Elif Shafak. „Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Í henni fjallar Kúrkov á bráðskemmtilegan og tregafullan hátt um fjarstæðukenndan veruleika hversdagsfólks í löndum Austur-Evrópu eftir fall járntjaldsins og það gerir Kúrkov líka í fleiri verkum sínum. Dauðinn og mörgæsin kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005 og bókin var endurútgefin vorið 2022. Kúrkov er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir handritum hans. Á þessu ári kemur út á bók með dagbókarskrifum hans sem hófust í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu. Bókina skrifar hann á ensku og ber hún heitir Diary of an Invasion. Kúrkov er forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu og hefur undanfarin misseri ferðast víða um heim og fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. Kúrkov tók þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005 og muna margir eftir stórskemmtilegri framkomu hans á upplestrarkvöldi í Iðnó. Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. september kl. 16 og mun Kúrkov við það tilefni flytja fyrirlestur Halldórs Laxness. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um kvöldið kemur Kúrkov fram á upplestrarkvöldi í Iðnó ásamt fleiri höfundum. Báðir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Egill Helgason fjölmiðlamaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Elif Shafak, handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2021,“ segir í tilkynningunni. Bókmenntir Bókmenntahátíð Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í tilkynningu frá Bókmenntahátíð í Reykjavík segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni afhenda verðlaunin sem verða veitt í þriðja sinn, en fyrri verðlaunahafar eru rithöfundarnir Ian McEwan og Elif Shafak. „Andrej Kúrkov sló í gegn með bókinni Dauðinn og mörgæsin sem gerði hann að þekktasta samtímahöfundi Úkraínumanna. Í henni fjallar Kúrkov á bráðskemmtilegan og tregafullan hátt um fjarstæðukenndan veruleika hversdagsfólks í löndum Austur-Evrópu eftir fall járntjaldsins og það gerir Kúrkov líka í fleiri verkum sínum. Dauðinn og mörgæsin kom út í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur hjá Bjarti árið 2005 og bókin var endurútgefin vorið 2022. Kúrkov er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og fjölmargar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir handritum hans. Á þessu ári kemur út á bók með dagbókarskrifum hans sem hófust í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu. Bókina skrifar hann á ensku og ber hún heitir Diary of an Invasion. Kúrkov er forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu og hefur undanfarin misseri ferðast víða um heim og fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. Kúrkov tók þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík árið 2005 og muna margir eftir stórskemmtilegri framkomu hans á upplestrarkvöldi í Iðnó. Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands miðvikudaginn 7. september kl. 16 og mun Kúrkov við það tilefni flytja fyrirlestur Halldórs Laxness. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um kvöldið kemur Kúrkov fram á upplestrarkvöldi í Iðnó ásamt fleiri höfundum. Báðir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Verðlaunin nema 15.000 evrum og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Að verðlaununum standa Forsætisráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið. Í valnefnd verðlaunanna að þessu sinni voru Egill Helgason fjölmiðlamaður, Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík og Elif Shafak, handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness 2021,“ segir í tilkynningunni.
Bókmenntir Bókmenntahátíð Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06 Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. 19. september 2019 13:06
Elif Shafak handhafi Alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag rithöfundinum Elif Shafak alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík. Að afhendingu lokinni flutti Elif Shafak fyrirlestur Halldórs Laxness. 11. september 2021 20:00