Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan-Afturelding 7-1 | Stjarnan kjöldró Aftureldingu Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2022 22:25 Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1 Vísir/Hulda Margrét Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir. Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. Það var mikið fagnað í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Mosfellsbænum brutu ísinn þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Afturelding átti góða skyndisókn þar Veronica Parreno Boix fór upp vinstri kantinn gaf á Guðrúnu Elísabetu sem náði ekki að taka við boltanum en heppnin var með henni þar sem boltinn fór af varnarmanni og beint í fæturna á Eyrúnu Völu sem var ein gegn Chante Sandiford sem tókst ekki að verja skot Eyrúnar. Afturelding komst óvænt yfirVísir/Hulda Margrét Gestirnir lögðust til baka eftir að hafa komist yfir og reyndu að beita skyndisóknum. Stjarnan sýndi mikla yfirburði og kom rúmlega tíu mínútna kafli þar sem heimakonur fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki og átti Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Aftureldingar, stóran þátt í því. Það var nóg að gera í markinu hjá Evu ÝrVísir/Hulda Margrét Á 26. mínútu braut Mackenzie Hope Cherry á Anítu Ýr Þorvaldsdóttur sem var að sleppa í gegn og vítaspyrna dæmd. Jasmín Erla Ingadóttir fór á vítapunktinn en Eva Ýr varði frá henni. Sóknarþungi Stjörnunnar hélt áfram og á 34. mínútu skoraði Stjarnan loksins eftir urmul af færum. Jasmín slapp í gegnum vörn Aftureldingar Eva Ýr varði skot Jasmínar en Jasmín náði frákastinu og skoraði. Stjarnan fékk síðan annað víti. Sædís Rún tók hornspyrnu en Veronica Parreno Boix braut á Heiðu Ragneyju inn í vítateig og boltinn var hvergi nálægt en Atli Haukur var viss í sinni sök og engin mótmælti. Gyða Kristín fór á vítapunktinn og skoraði. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir í baráttunniVísir/Hulda Margrét Afturelding hafði varla tekið miðju þegar Ingibjörg Lúcía átti sendingu sem virtist ekki vera ætluð Jasmín en hún kom á ferðinni og tók boltann með sér og skoraði annað mark sitt í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í bráðfjörugum fyrri hálfleik þar sem Stjarnan var með 3-1 forystu. Betsy Doon Hassett gerði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu. Betsy náði að rekja boltann frá hægri og yfir á vinstri kannt og á endanum tók hún skotið sem Eva Ýr náði ekki að verja. Hræðilegur varnarleikur hjá Aftureldingu og höfðu gestirnir gefist upp. Það var mikil gleði hjá StjörnunniVísir/Hulda Margrét Betsy var aftur á ferðinni þegar hún lagði upp á Gyðu Kristínu sem tók laglegt skot fyrir utan teig þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Sex mínútum síðar var komið að Málfríði Ernu. Upp úr hornspyrnu datt boltinn beint fyrir Málfríði sem náði að skófla boltanum í netið eftir mikinn barning og gerði sjötta mark Stjörnunnar. Jasmín Erla skoraði síðan þriðja mark sitt og sjöunda mark Stjörnunnar á 84. mínútu. Alma Mathiesen kom boltanum á Jasmín sem var með bakið í markið en gerði vel í að snúa og setti boltann alveg út við stöng. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 7-1. Stjörnukonur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar. Spil Stjörnunnar splundraði vörn gestanna. Stjarnan skoraði sjö mörk eftir að hafa lent undir og Stjarnan fékk færi til að skora töluvert meira en sjö mörk. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla Ingadóttir byrjaði á að misnota vítaspyrnu en lét það ekki á sig fá og skoraði þrennu úr opnum leik. Af átta mörkum skoraði Betsy Doon Hassett flottasta markið. Eftir að Betsy hafði skoraði fylgdi hún því eftir með stoðsendingu í næstu Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Afturelding höndlaði mótlæti afar illa. Eftir að hafa fengið dæmt á sig afar sérstaka vítaspyrnu þar sem Veronica Parreno Boix gerðist brotleg inn í teig upp úr hornspyrnu en boltinn var hvergi nálægt þegar brotið átti sér stað. Gyða Kristín skoraði úr vítaspyrnunni og kom Stjörnunni í 2-1. Leikmenn Aftureldingar voru enn þá að svekkja sig á dómnum þegar Stjarnan bætti við þriðja markinu. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á JÁVERK-völlinn og mætir Selfossi þann 11. september klukkan 14:00. Degi síðar mætast Afturelding og KR klukkan 19:15. Alexander Aron: Dómarinn tók yfir leikinn Alexander Aron á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir 7-1 tap og var óánægður með dómgæsluna í leiknum. „Eftir að við komumst yfir tók dómarinn yfir leikinn. Ég hef sjálfur spilað 300 leiki á Íslandi og aldrei séð dæmda vítaspyrnu eftir hornspyrnu líkt og við fengum dæmt á okkur í kvöld,“ sagði Alexander og hélt áfram. „Seinna vítið sem við fengum á okkur var á mikilvægu augnabliki þar sem það var lítið eftir af fyrri hálfleik. Við höfðum fengið færi og vorum að spila vel en þetta var súrt.“ „Dómarinn vildi meina að Veronica hafi tæklað Heiðu inn í teignum. Ég hef aldrei séð leikmann tækla einhvern í teig þegar hornspyrna er tekin. Ég sagði við dómarann að hann verður að halda þá sömu línu út leikinn sem hann gerði ekki því við hefðum átt að fá víti í seinni hálfleik.“ Alecander ætlaði að taka lítið úr þessum leik en hrósaði sínu liði fyrir byrjunina. „Það er lítið sem hægt er að taka út úr þessum leik nema fyrstu tuttugu mínúturnar. Í fyrri hálfleik gerðum við margt gott og margt slæmt,“ sagði Alexander að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Afturelding
Stjarnan valtaði yfir Aftureldingu 7-1. Það var hins vegar Afturelding sem komst yfir á 5. mínútu en það virtist hafa verið það sem þurfti til að vekja Stjörnuna því heimakonur settu allt í botn eftir að hafa lent undir. Staðan í hálfleik var 3-1 og hafði Afturelding lítinn áhuga á að spila síðari hálfleikinn því mótspyrnan var engin sem varð til þess að Stjarnan bætti við þremur mörkum og leikurinn endaði 7-1. Það var mikið fagnað í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Mosfellsbænum brutu ísinn þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar af leiknum. Afturelding átti góða skyndisókn þar Veronica Parreno Boix fór upp vinstri kantinn gaf á Guðrúnu Elísabetu sem náði ekki að taka við boltanum en heppnin var með henni þar sem boltinn fór af varnarmanni og beint í fæturna á Eyrúnu Völu sem var ein gegn Chante Sandiford sem tókst ekki að verja skot Eyrúnar. Afturelding komst óvænt yfirVísir/Hulda Margrét Gestirnir lögðust til baka eftir að hafa komist yfir og reyndu að beita skyndisóknum. Stjarnan sýndi mikla yfirburði og kom rúmlega tíu mínútna kafli þar sem heimakonur fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki og átti Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Aftureldingar, stóran þátt í því. Það var nóg að gera í markinu hjá Evu ÝrVísir/Hulda Margrét Á 26. mínútu braut Mackenzie Hope Cherry á Anítu Ýr Þorvaldsdóttur sem var að sleppa í gegn og vítaspyrna dæmd. Jasmín Erla Ingadóttir fór á vítapunktinn en Eva Ýr varði frá henni. Sóknarþungi Stjörnunnar hélt áfram og á 34. mínútu skoraði Stjarnan loksins eftir urmul af færum. Jasmín slapp í gegnum vörn Aftureldingar Eva Ýr varði skot Jasmínar en Jasmín náði frákastinu og skoraði. Stjarnan fékk síðan annað víti. Sædís Rún tók hornspyrnu en Veronica Parreno Boix braut á Heiðu Ragneyju inn í vítateig og boltinn var hvergi nálægt en Atli Haukur var viss í sinni sök og engin mótmælti. Gyða Kristín fór á vítapunktinn og skoraði. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir í baráttunniVísir/Hulda Margrét Afturelding hafði varla tekið miðju þegar Ingibjörg Lúcía átti sendingu sem virtist ekki vera ætluð Jasmín en hún kom á ferðinni og tók boltann með sér og skoraði annað mark sitt í leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki í bráðfjörugum fyrri hálfleik þar sem Stjarnan var með 3-1 forystu. Betsy Doon Hassett gerði fjórða mark Stjörnunnar á 59. mínútu. Betsy náði að rekja boltann frá hægri og yfir á vinstri kannt og á endanum tók hún skotið sem Eva Ýr náði ekki að verja. Hræðilegur varnarleikur hjá Aftureldingu og höfðu gestirnir gefist upp. Það var mikil gleði hjá StjörnunniVísir/Hulda Margrét Betsy var aftur á ferðinni þegar hún lagði upp á Gyðu Kristínu sem tók laglegt skot fyrir utan teig þar sem boltinn fór í stöngina og inn. Sex mínútum síðar var komið að Málfríði Ernu. Upp úr hornspyrnu datt boltinn beint fyrir Málfríði sem náði að skófla boltanum í netið eftir mikinn barning og gerði sjötta mark Stjörnunnar. Jasmín Erla skoraði síðan þriðja mark sitt og sjöunda mark Stjörnunnar á 84. mínútu. Alma Mathiesen kom boltanum á Jasmín sem var með bakið í markið en gerði vel í að snúa og setti boltann alveg út við stöng. Fleiri urðu mörkin ekki og Stjarnan vann 7-1. Stjörnukonur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan? Sóknarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar. Spil Stjörnunnar splundraði vörn gestanna. Stjarnan skoraði sjö mörk eftir að hafa lent undir og Stjarnan fékk færi til að skora töluvert meira en sjö mörk. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla Ingadóttir byrjaði á að misnota vítaspyrnu en lét það ekki á sig fá og skoraði þrennu úr opnum leik. Af átta mörkum skoraði Betsy Doon Hassett flottasta markið. Eftir að Betsy hafði skoraði fylgdi hún því eftir með stoðsendingu í næstu Stjörnunnar. Hvað gekk illa? Afturelding höndlaði mótlæti afar illa. Eftir að hafa fengið dæmt á sig afar sérstaka vítaspyrnu þar sem Veronica Parreno Boix gerðist brotleg inn í teig upp úr hornspyrnu en boltinn var hvergi nálægt þegar brotið átti sér stað. Gyða Kristín skoraði úr vítaspyrnunni og kom Stjörnunni í 2-1. Leikmenn Aftureldingar voru enn þá að svekkja sig á dómnum þegar Stjarnan bætti við þriðja markinu. Hvað gerist næst? Stjarnan fer á JÁVERK-völlinn og mætir Selfossi þann 11. september klukkan 14:00. Degi síðar mætast Afturelding og KR klukkan 19:15. Alexander Aron: Dómarinn tók yfir leikinn Alexander Aron á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, var svekktur eftir 7-1 tap og var óánægður með dómgæsluna í leiknum. „Eftir að við komumst yfir tók dómarinn yfir leikinn. Ég hef sjálfur spilað 300 leiki á Íslandi og aldrei séð dæmda vítaspyrnu eftir hornspyrnu líkt og við fengum dæmt á okkur í kvöld,“ sagði Alexander og hélt áfram. „Seinna vítið sem við fengum á okkur var á mikilvægu augnabliki þar sem það var lítið eftir af fyrri hálfleik. Við höfðum fengið færi og vorum að spila vel en þetta var súrt.“ „Dómarinn vildi meina að Veronica hafi tæklað Heiðu inn í teignum. Ég hef aldrei séð leikmann tækla einhvern í teig þegar hornspyrna er tekin. Ég sagði við dómarann að hann verður að halda þá sömu línu út leikinn sem hann gerði ekki því við hefðum átt að fá víti í seinni hálfleik.“ Alecander ætlaði að taka lítið úr þessum leik en hrósaði sínu liði fyrir byrjunina. „Það er lítið sem hægt er að taka út úr þessum leik nema fyrstu tuttugu mínúturnar. Í fyrri hálfleik gerðum við margt gott og margt slæmt,“ sagði Alexander að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti