Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2022 18:16 Barry Croft Jr., og Adam Fox. Þeir voru dæmdir sekir um ráðabrugg varðandi það að ræna ríkisstjóra Michigan og stnada frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. AP/Fógetinn í Kent-sýslu Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi. Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Saksóknarar segja lokamarkmið þeirra hafa verið að hefja nýja borgarastyrjöld í Bandaríkjunum. Þeir Adam Fox (39) og Barry Croft Jr. (46) voru fundnir sekir um að hafa reynt að verða sér út um sprengjuefni, með því markmiði að sprengja upp brú nærri sumarbústað ríkisstjórans og stöðva lögregluna í að koma Whitmer til bjargar. Þeir gætu verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Þetta voru önnur réttarhöldin sem haldin fóru fram, vegna þess að í fyrra skiptið gátu kviðdómendur ekki komist að niðurstöðu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Í kjölfar þess að mennirnir voru dæmdir sagði Whitmer að niðurstaðan sanni að hótanir og ofbeldi eigi ekki heima í stjórnmálum og þeir sem vilji sundra Bandaríkjamönnum verði dregnir til ábyrgðar. Þá sagði hún nauðsynlegt að líta vel á stöðu stjórnmála í Bandaríkjunum. Ógnanir gegn embættis- og stjórnmálamönnum og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, séu birtingarmynd aukinna öfgavæðingar sem ógni grunnstoðum stjórnkerfis Bandaríkjanna. Rannsókn FBI hófst eftir að uppgjafahermaðurinn Dan Chappel gekk til liðs við hópinn sem þeir Fox og Croft tilheyrðu. Chappel leitaði til FBI eftir að hann heyrði umræðu innan hópsins um að myrða lögregluþjóna. Hann gerðist uppljóstrari og seinna meir gáfu tveir aðrir sig fram. Sjá einnig: Fangelsisdómur yfir einum þeirra sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Verjendur mannanna héldu því fram að rannsakendur FBI hefðu leitt þá í gildru. Útsendarar FBI hefðu fylgst með þeim og í raun leitt þá á ranga braut. Mennirnir sögðust ekki sekir um neitt annað en að reykja marijúana og nýta sér stjórnarskrárbundinn rétt þeirra til að tala illa um Whitmer og stjórnvöld Bandaríkjanna. „Þetta er ekki Rússland. Það er ekki svona sem landið okkar virkar,“ hefur AP eftir lögmanni Croft. „Þú getur ekki grunað að maður muni mögulega fremja glæpi því þér er illa við það sem hann segir, eða hugmyndafræði hans.“ Lögmaður Fox sakaði FBI um að hafa gert mennina að glæpamönnum. Tveir aðrir úr hópnum hafa verið sýknaðir og tveir til viðbótar hafa gengið við ákærunum gegn þeim og játað fyrir dómi.
Bandaríkin Tengdar fréttir Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 „Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fordæma aðfarir Trump sem „ólýðræðislegar“ Tveir öldungadeildarþingmenn úr Repúblikanaflokki Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, gagnrýna harðlega „ólýðræðislegar“ tilraunir hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna sem hann tapaði. 20. nóvember 2020 14:33
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
„Hann var bara að skemmta sér“ Lara Trump, tengdóttir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir hann bara hafa verið að gantast á kosningafundi í gær, þar sem hann virtist styðja það að handtaka ætti Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan. Rúm vika er síðan Alríkislögregla Bandaríkjanna opinberaði að ráðabrugg hægri öfgamanna um að ræna Whitmer, rétta yfir henni fyrir landráð og myrða hana. 18. október 2020 18:12