Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 18:49 Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir Bæði aðstandendur hjónanna sem ráðist var á á Blönduósi um helgina og aðstandendur árársarmannsins báðu í dag um næði frá fjölmiðlum. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum í geðheilbrigðismálum. Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum. Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fjögur börn hjónanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau þökkuðu hlýjar kveðjur og stuðning en óskuðu jafnframt eftir næði til að syrgja og huga að særðum föður sínum. Þá sendi fjölskylda meints geranda Morgunblaðinu líka yfirlýsingu þar sem hún bað um næði og sagðist biðja fyrir manninum sem liggur nú á sjúkrahúsi. Litlar upplýsingar frá lögreglu Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Litlar upplýsingar hafa fengist um rannsókn málsins að öðru leyti en að henni miði vel. Þá hefur Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri ekki viljað veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Margir þegið áfallahjálp Íbúar á Blönduósi hafa margir nýtt sér þá aðstoð sem boðið hefur verið upp á eftir voðaverkin. Tugir hafa nýtt sér áfallahjálp Rauða krossins á staðnum og bæna- og samverustundir hafa verið í kirkjum á svæðinu. Tugir hafa líka nýtt sér Hjálparsímann 1717. Þrjú ráðuneyti vinna að endurbótum Skotveiðifélagið Markviss sem er á staðnum hafði lýst yfir áhyggjum af andlegri líðan árásarmannsins í aðdraganda árásarinnar. Þá hafði verið unnið að því að afturkalla skotvopnaleyfi hans. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir mál sem þessi gríðarlega viðkvæm en verið sé að vinna að nýrri löggjöf varðandi geðheilbrigðismál og m.a. mál þar sem fólk hefur sýnt ógnandi hegðun án þess að hafa brotið af sér áður. „Þetta er fámennur hópur og þarna erum við að ræða um gríðarlega viðkvæm mál þegar kemur að frelsissviptingu fólks sem hefur ekkert brotið af sér og hefur enga sakamálasögu. Sú vinna og endurskoðun er öll í gangi. Það er í undirbúningi löggjöf hjá félagsmálaráðherra sem að þessu snýr.“ segir Jón. Willum Þór Þórsson segir gríðarlega mikilvægt að vanda vel til verka. „Dómsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og félagsmálaráðuneyti vinna saman að þessum málaflokki. Þetta eru viðkvæm mál en kalla á aukna samvinnu á milli þeirra aðila sem þjónusta þessa hópa,“ segir Willum.
Manndráp á Blönduósi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Geðheilbrigði Tengdar fréttir Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26 „Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Fjölskylda Brynjars Þórs: „Sonur okkar og bróðir tók hræðilegar ákvarðanir“ Fjölskylda Brynjars Þórs Guðmundssonar, sem grunaður er um að hafa skotið konu til bana og sært eiginmann hennar alvarlega á Blönduósi liðna helgi, segist í yfirlýsingu óska eftir virðingu og skilningi á einkalífi sínu og Brynjars. 23. ágúst 2022 13:26
„Erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem við erum að upplifa núna“ Uppkomin börn hjónanna sem urðu fyrir skotárás á Blönduós á sunnudag segja það erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegnum það sem þau séu að upplifa núna. 23. ágúst 2022 08:24