Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:33 Böðvar Tómasson framkvæmdastjóri Verkfræðisstofunnar Örugg. Vísir/Egill Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar. Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar.
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira