800 kílóum létt af manni Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:31 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson voru léttir eftir sigur kvöldsins. Mynd/Þór/KA „Einhverjir tala um að það sé þungu fargi af manni létt en þetta voru svona 800 kíló sem er létt af manni,“ sagði Jón Stefán Jónsson, þjálfari Þór/KA kátur eftir mikilvægan 1-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna á SaltPay vellinum í kvöld. „Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“ Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður með stelpurnar, ég sagði fyrir leik að við ætluðum að berjast fyrir þessu og ég ætla að vona að allir sjái að það var sannarlega barist fyrir þessu í dag. Þetta var kannski ekki fallegasti fótbolti í heimi en við þurfum stigin og til þess þurfum við að berjast fyrir þeim alveg sama hvort fótboltinn sé fallegur.“ Lið Þórs/KA hefur verið gagnrýnt fyrir baráttuleysi sem vantaði ekki í dag. „Mér finnst gagnrýnin hafa verið sanngjörn, ég er alls ekki að væla yfir því. Við höfum og eigum að geta betur, vinkonur mínar í Bestu mörkunum voru að tala um að við líktumst FH þannig við ákváðum bara að halda áfram að líkjast FH og vinna leik. Við erum að byrja núna sem er slæmt, þótt við höfum unnið í dag er þetta ekki komið í fallbaráttunni. Við þurfum bara að halda áfram nákvæmlega svona.“ Leikurinn var fremur lokaður í kvöld og tilfinnigin var þannig að það lið sem myndi ná inn marki myndi sigla sigrinum í höfn. „Þetta var aldrei að fara vera mörg mörk, leikurinn var lokaður en þegar við náðum markinu þá hafði ég þessa tilfinningu að við myndum klára þetta. Við skoruðum síðast sirka 10. júní þannig það var frábært að ná þessu marki inn. Þetta er líka svo gott því það er svo stutt í sjálfstraustið hjá stelpunum, þær hafa trú á sér og verkefninu.“ Framundan er löng pása í Bestu deild kvenna. „Við erum að fara 18 daga pásu núna og við skulum bara segja að hún verði öllu ljúfari eftir þennan sigur, nú vitum við nákvæmlega hvað við þurfum að gera til þess að vinna leiki.“ „Það er erfitt að fara í svona pásur en mjög skiljanlegt, það er nóg að gerast í kvenna knattspyrnunni og maður styður það bara að sjálfsögðu. Við munum æfa á fullu í þessari pásu og undirbúa okkur fyrir lokakaflan í mótinu.“
Þór Akureyri KA Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn