Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2022 06:30 Guðni var ánægður eftir flugið og hafði orð á því að minni læti væru í rafmagnsvélinni en öðrum sambærilegum vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vísir/Arnar Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar
Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33