Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 08:50 Skyrið og tréskeiðin sem fæst í Hollandi. Aðsent Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn. Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn.
Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira