Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 10:02 Jasmín Erla hefur komið að 20 mörkum í 17 leikjum í deild og bikar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira
Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sjá meira