Segir Seðlabankann refsa með svipu í aðdraganda kjarasamninga Margrét Helga Erlingsdóttir og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 24. ágúst 2022 14:54 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stýrivaxtahækkanir Seðlabankans með öllu glórulausar. „Hvernig Seðlabankinn er refsar verkalýðshreyfingunni og notar einhverja svipu í aðdraganda kjarasamninga. Það er alveg ljóst að bara hækkun á afborgunum á venjulegu húsnæðisláni hefur nánast étið upp allan þann ávinning síðustu ára sem við höfum náð í kaupmætti og ofan á það bætast síðan verðlagshækkanir.“ Stýrivextir Seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð - og í þetta skiptið fóru þeir úr 4,75% upp í 5,5%. Vextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir þetta gert til að koma í veg fyrir „ofþenslu og æsing í kerfinu.“ Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hafa birt kröfugerð sína gagnvart Samtökum atvinnulífsins fyrir komandi kjarasamningslotu. Félögin gera meðal annars kröfu um fjögurra daga vinnuviku, 30 daga orlofsrétt og að áunnin réttindi færist óskert milli atvinnurekenda, meðal annars veikinda- og orlofsréttur. Sjá nánar: VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Í kröfugerðinni segir um launaliðinn að meginmarkmiðið sé að verja þann árangur sem náðist í síðustu kjarasamningum fyrir þá sem eru með lægstu laun en jafnframt að tryggja að allt launafólk fái notið jafnræðis þegar kemur að launahækkunum. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna liggi til grundvallar launakröfum félaganna og að lágmarkslaun eigi að duga til framfærslu. Ragnar segir kröfuna er varðar launaliðinn vera skýra. „Það er bara krafa okkar félagsmanna um kaupmáttaraukningu. Það hlýtur að gefa augaleið hvað það þýðir í 10% verðbólgu. Við getum ekki gefið afslátt af virði okkar vinnu á meðan Seðlabankinn og fjármagnseigendur gera kröfur á það að sínir fjármunir haldi verðgildi sínu í sömu verðbólgu.“ Hann segir kröfugerðina njóta mikils stuðnings - forsvarsmenn félaganna hafi skýrt umboð félagsmanna. Hvað varðar forgangsröðun segir hann félögin munu sækja það hart að halda áfram styttingu vinnuvikunnar og þá muni þau einnig krefjast sama orlofsréttar og opinberir starfsmenn sömdu um, það er að segja 30 daga. Þegar Ragnar var spurður út í aðkomu stjórnvalda segir hann að Seðlabankinn sé honum efst í huga. Félögin geri kröfu um eðlilegt vaxtastig og verðlagsfrystingu í ákveðnum vöruflokkum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst sjaldan hafa verið eins bjartsýnn í upphafi kjarasamningslotu. Í kröfugerðum sé þó að finna ítrustu kröfur stéttarfélaga og að þær beri að skoða í því ljósi. „Til langs tíma er hins vegar margt í kröfugerðunum sem við höfum móttekið sem er ekki endilega fjarlægt þeirri mynd sem við hjá samtökum atvinnulífsins viljum sjá. En spurningin er hvernig okkur tekst núna á næstu vikum að mála þá mynd í sameiningu með verkalýðshreyfingunni.“ Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 „Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Hvernig Seðlabankinn er refsar verkalýðshreyfingunni og notar einhverja svipu í aðdraganda kjarasamninga. Það er alveg ljóst að bara hækkun á afborgunum á venjulegu húsnæðisláni hefur nánast étið upp allan þann ávinning síðustu ára sem við höfum náð í kaupmætti og ofan á það bætast síðan verðlagshækkanir.“ Stýrivextir Seðlabankans voru í morgun hækkaðir í áttunda sinn í röð - og í þetta skiptið fóru þeir úr 4,75% upp í 5,5%. Vextir hafa ekki verið hærri í sex ár. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir þetta gert til að koma í veg fyrir „ofþenslu og æsing í kerfinu.“ Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna hafa birt kröfugerð sína gagnvart Samtökum atvinnulífsins fyrir komandi kjarasamningslotu. Félögin gera meðal annars kröfu um fjögurra daga vinnuviku, 30 daga orlofsrétt og að áunnin réttindi færist óskert milli atvinnurekenda, meðal annars veikinda- og orlofsréttur. Sjá nánar: VR krefst fjögurra daga vinnuviku og aðkomu stjórnvalda Í kröfugerðinni segir um launaliðinn að meginmarkmiðið sé að verja þann árangur sem náðist í síðustu kjarasamningum fyrir þá sem eru með lægstu laun en jafnframt að tryggja að allt launafólk fái notið jafnræðis þegar kemur að launahækkunum. Aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna liggi til grundvallar launakröfum félaganna og að lágmarkslaun eigi að duga til framfærslu. Ragnar segir kröfuna er varðar launaliðinn vera skýra. „Það er bara krafa okkar félagsmanna um kaupmáttaraukningu. Það hlýtur að gefa augaleið hvað það þýðir í 10% verðbólgu. Við getum ekki gefið afslátt af virði okkar vinnu á meðan Seðlabankinn og fjármagnseigendur gera kröfur á það að sínir fjármunir haldi verðgildi sínu í sömu verðbólgu.“ Hann segir kröfugerðina njóta mikils stuðnings - forsvarsmenn félaganna hafi skýrt umboð félagsmanna. Hvað varðar forgangsröðun segir hann félögin munu sækja það hart að halda áfram styttingu vinnuvikunnar og þá muni þau einnig krefjast sama orlofsréttar og opinberir starfsmenn sömdu um, það er að segja 30 daga. Þegar Ragnar var spurður út í aðkomu stjórnvalda segir hann að Seðlabankinn sé honum efst í huga. Félögin geri kröfu um eðlilegt vaxtastig og verðlagsfrystingu í ákveðnum vöruflokkum. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins kveðst sjaldan hafa verið eins bjartsýnn í upphafi kjarasamningslotu. Í kröfugerðum sé þó að finna ítrustu kröfur stéttarfélaga og að þær beri að skoða í því ljósi. „Til langs tíma er hins vegar margt í kröfugerðunum sem við höfum móttekið sem er ekki endilega fjarlægt þeirri mynd sem við hjá samtökum atvinnulífsins viljum sjá. En spurningin er hvernig okkur tekst núna á næstu vikum að mála þá mynd í sameiningu með verkalýðshreyfingunni.“
Seðlabankinn Kjaramál Tengdar fréttir Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03 „Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18 Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Koma í veg fyrir „æsing í kerfinu“ Stýrivextir voru hækkaðir í morgun til þess að koma í veg fyrir ofþenslu og æsing í kerfinu að sögn seðlabankastjóra. Fólk eigi að taka minna af lánum, fyrirtæki síður að ráðast í fjárfestingar og stjórnvöld að halda að sér höndum. Vextirnir voru hækkaðir um 75 punkta og hafa ekki verið hærri í sex ár 24. ágúst 2022 12:03
„Svört verðbólguspá“ SÍ fór öfugt ofan í markaðinn Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega eitt prósent í dag og ávöxtunarkrafan á styttri óverðtryggð ríkisbréf hefur rokið upp eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands birti ákvörðun sína um að hækka vexti um 75 punkta. Lítilleg hækkun á Marel, sem vegur þungt í vísitölunni, hefur vegið upp á móti töluverðum lækkunum hjá öðrum skráðum félögum. 24. ágúst 2022 13:18
Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 5,5 prósent, ekki verið hærri í sex ár Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Meginvextir bankans verða því 5,5 prósent. Verðbólguhorfur hafa versnað samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er gert ráð fyrir að verðbólgan nái hámarki undir lok ársins og verði þá tæplega 11 prósent. 24. ágúst 2022 08:32