Styttist í krýninguna
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdarstjóri keppninnar, sagði í viðtali við Vísi fyrr í dag að undirbúningurinn hafi gengið eins og í sögu. „Við erum búnar að vera saman eins og lítil fjölskylda í gegnum allt ferlið og þjöppumst svo vel saman. Ég fer alltaf, það bregst ekki, að hágráta í krýningu,“ sagði hún einnig og nú styttist í stóru stundina.
Stúlkurnar sem keppa í ár eru sextán talsins og má sjá lista yfir nöfn þeirra hér að neðan:
Jóna Vigdís Guðmundsdóttir, Kolbrún Perla Þórhallsdóttir, Hrafnhildur Haraldsdóttir, Elva Björk Jónsdóttir, Tinna Elísa Guðmundsdóttir, Sylwia Sienkiewicz, Ísabella Þorvaldsdóttir, Sunna Dögg Jónsdóttir, Elsa Rún Stefánsdóttir, Elísabet Tinna Haraldsdóttir, Maríanna Líf Swain, Erika Bjarkadóttir, Alexandra Andreyeva Tomasdottir, Karen Ósk Kjartansdóttir, Jónína Sigurðardóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir.