Sport

Usyk og Fury gætu mæst í bar­daga upp á 83 milljarða króna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tyson Fury er til í að taka hanskana af hillunni ef hann fær nægilega vel borgað.
Tyson Fury er til í að taka hanskana af hillunni ef hann fær nægilega vel borgað. Julian Finney/Getty Images

Hnefaleikakapparnir Oleksandr Usyk og Tyson Fury gætu mæst í bardaga upp á öll beltin sem í boði eru í þungavigt í hnefaleikum sem og litlar 500 milljónir punda en það samsvarar rúmlega 83 milljörðum íslenskra króna.

Anthony Joshua tapaði annað sinn fyrir Usyk á dögunum í uppgjöri tveggja þeirra bestu sem keppa í þungavigt. Joshua var ekki langt frá því að leggja Usyk að velli en tókst ekki ætlunarverk sitt. Það virðist sem landi Joshua, Tyson Fury, gæti reynt slíkt hið sama þrátt fyrir að hafa lagt hanskana á hilluna.

Fury, sem var hér á landi nýverið, er með munninn fyrir neðan nefið og virðist ólmur vilja berjast við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson. Er Fury lagði hanskana á hilluna í apríl síðastliðnum sagði hann að beltin skiptu hann litlu máli og hann ætti nóg af peningum.

Hann nefndi þó að hanskarnir gætu komið af hillunni ef einhver gæti pungað út 500 milljónum punda. Sá bardagi þyrfti hins vegar að vera staðfestur fyrir 1. september á þessu ári.

Það virðist nú vera möguleika ef marka má frétt Sky Sports. Fury þarf hins vegar að staðfesta þátttöku sína við hnefaleikasambandsins WBC fyrir föstudaginn kemur. Hann virðist klár svo lengi sem einhver finni milljónirnar fimm hundruð sem þarf til að fá Fury aftur í hringinn.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×