Kolbeinn æfir með Tyson Fury: „Sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geti farið alla leið“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Kolbeinn „IceBear“ Kristinsson og Tyson „The Gipsy King“ Fury saman á Íslandi. Instagram@theicebearkristinsson Hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er í dag staddur í Englandi þar sem hann æfir með Tyson nokkrum Fury. Sá hefur gert garðinn frægan og unnið fjölda titla í þungavigt áður en lagði hanskana nýverið á hilluna. Fury hefur hins vegar gefið til kynna að hann sé tilbúinn að taka hanskana af hillunni fyrir einn bardaga verði verðlaunafé upp á 500 milljónir punda í boði. Þá hefur Fury gefið út að hann vilji berjast við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir tók stöðuna á Kolbeini, hvað hann er að gera í Englandi og hvað hefur drifið á daga hans að undanförnu. Tyson Fury er með skrautlegri íþróttamönnum síðari ára. Hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi og neysly eiturlyfja í kjölfarið. Fury hafði áður lagt hanskana á hilluna og fór í kjölfarið í dimma holu sem hann klóraði sig upp úr með því að byrja boxa á ný. Hann var tiltölulega nýbúinn að vinna heimsmeistaratitil í þungavigt þegar hann kom öllum að óvörum og hætti á nýjan leik. Fury setti þó ávallt þann varnagla á að hann gæti snúið aftur í einn bardaga ef verðlaunaféð yrði 500 milljónir punda, það gera 83 milljarða íslenskra króna. Það virðist sem sá bardagi gæti orðið að möguleika en Fury myndi mæta Úkraínumanninum Oleksandr Usyk. Sá sigraði Anthony Joshua, samlanda Fury, öðru sinni á dögunum. Fury lofaði er hann hætti að halda sér í formi og er því duglegur að æfa. Hann kom hins vegar hingað til lands nýverið og þar rakst Kolbeinn á kauða en þeir eru með sama þjálfara, Javan „SugarHill“ Steward. Það hefði aldrei gerst ef Kolbeinn hefði komist til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þar sem hann átti að keppa í Detroit. „Lán í óláni“ Ísbjörninn eins og hann er kallaður í heimi hnefaleikanna er eini íslenski karlmaðurinn sem hefur íþróttina að atvinnu. Hann á að baki tólf bardaga sem allir hafa unnist. Til stóð að 13. bardaginn yrði fyrr í þessum mánuði en því miður féll það upp fyrir. Kolbeinn segir það „lán í óláni“ að hafa misst bardagann. Hann er í dag staddur á Englandi þar sem hann æfir, meðal annars með Fury, og undirbýr sig fyrir komandi verkefni. „Það var vesen varðandi vegabréfsáritun, eitthvað sem er búið að leysa núna en það gerðist ekki í tæka tíð og ég missti bardagann frá mér. Þar sem ég fór ekki út þá var ég á Íslandi þegar Tyson kom til landsins. Við hittumst og ég fór með honum og fleirum út að borða, í axarkast og eitthvað fleira. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni að missa bardagann í Detroit þó það hafi verið mjög leiðinlegt þegar það kom fyrir.“ „Skaut að honum hvort hann þyrði ekki að boxa við mig“ Þó svo að Kolbeinn og Fury séu með sama þjálfara þá er það nú ekkert sjálfgefið að vera boðið út að æfa með heimsmeistaranum sem er með jafnstóran persónulega og hann er hár í loftinu. Tyson Fury er 2.06 metrar á hæð og tæplega 125 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) „Ég hitti Fury þegar hann var á Íslandi og ég eiginlega skaut að honum hvort hann þyrði ekki að boxa við mig. Eftir það þá bauð hann mér með þeim út að borða og svo að koma út til Englands að æfa með þeim. Hann tók þetta alveg til sín,“ sagði Kolbeinn hlæjandi. Kolbeinn sjálfur er engin smásmíð og nærri tveir metrar á hæð. Er Fury bara eins og meðalmaður fyrir Ísbirninum frá Íslandi? „Þegar ég hitti hann fyrst á Íslandi þá hugsaði ég með mér að hann væri ekkert það stór. Svo þegar ég sá hann í ræktinni þá áttaði ég mig kannski aðeins betur á því að hann er ágætlega stór maður. Hann er með svo langar hendur, hann er eins og könguló,“ sagði Kolbeinn og hló aftur. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Fury grínaðist með það þegar hann kom hingað til lands að hann væri að leita að aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Undanfarið hefur verið umræða um að þessi tvö fjöll af mönnum gætu mætt hvor öðrum í hringnum en Kolbeinn telur það ólíklegt. „Eins og ég skil hann þá er þessi Hafþór Júlíus bardagi ekkert að fara gerast, en svo veit maður náttúrulega ekkert hvað gerist í framtíðinni.“ @ThorBjornsson_ pic.twitter.com/z66hvkADsZ— TYSON FURY (@Tyson_Fury) August 11, 2022 Hvað er Kolbeinn samt að gera í Englandi? „Ég er sem sagt hérna í æfingabúðum hjá Joe Parker, hann er fyrrverandi heimsmeistari og er að fara berjast við Joe Joyce í lok september um WBO-heimsmeistaratitilinn. Þeir fengu mig til að koma og „sparra“ aðeins við hann, til að undirbúa hann fyrir bardagann. Fury bauð mér sem sagt að koma hingað út í þessar æfingabúðir, svo er ég að vinna með honum og Andy Lee sem er þjálfarinn hans Joe.“ Er talið snerist að Fury og mögulegum 500 milljón punda bardaga velti blaðamaður fyrir sér hvort Kolbeinn gæti verið einn af „upphitunarbardögunum“ þó svo að hann væri einnig að keppa í þungavigt, líkt og Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) „Það er alveg mögulegt, það er oft svokallað þungavigtar-kort þar sem allir bardagarnir eru í þungavigt. Það er því alveg möguleiki á að reyna á það og sjá hvort það sé hægt en líkurnar eru ekki miklar, svo rosalega margir sem koma og vilja koma að þessu. Svo vilja allir koma sínum mönnum á framfæri.“ „Þeir hafa viku til að setja upp bardaga við Usyk. Það eru 100 prósent einhverjir prinsar tilbúnir að borga fyrir þetta,“ sagði Kolbeinn um mögulegan bardaga Fury og Usyk en ef hann fer fram virðast allar líkur á að það verði í Sádi-Arabíu. Hefur ekki keppt síðan Covid-19 skall á „Ég var að undirbúa mig undir bardaga í Bandaríkjunum en í vikunni sem ég átti að berjast þá lokaði allt þar, ég í raun rétt slapp út með síðustu flugunum áður en öllu var skellt í lás,“ segir Kolbeinn en það er ljóst að hann er farið að þyrsta í að komast aftur í hringinn. „Ég er að fara tala við umboðsmanninn minn á eftir, við ætlum að reyna setja upp eitthvað á næstunni.“ Að lokum var Kolbeinn spurður hvernig staðan á honum væri í dag eftir svo langa pásu þar sem hann væri nú ekkert að verða yngri og hversu langt hann teldi sig geta farið. „Mér finnst ég miklu tilbúnari að keppa gegn góðum andstæðingum í dag en fyrir Covid-19. Ég hef bætt mig helling að mínu mati. Þó ég hafi ekki verið að keppa þá var ég ekki að taka neinn skaða, ég var ekki að keppa svo ég var ekki að fá nein þung högg í skrokkinn eða höfuðið. Það tikkar allt inn og hefur áhrif á hversu lengi maður getur keppt. Þannig þar sem ég stend núna þá finnst mér ég geta haldið áfram lengur á hæsta „level.“ „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geti farið alla leið,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, að lokum. Box Tengdar fréttir Kolbeinn byrjaði að æfa box því hann var of þungur og langaði að hreyfa sig Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga. 7. maí 2020 07:31 Kolbeinn tilbúinn að hjálpa Hafþóri fyrir milljónabardagann gegn Hall Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Þá hefur Fury gefið út að hann vilji berjast við aflraunamanninn Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir tók stöðuna á Kolbeini, hvað hann er að gera í Englandi og hvað hefur drifið á daga hans að undanförnu. Tyson Fury er með skrautlegri íþróttamönnum síðari ára. Hann hefur talað opinskátt um baráttu sína við þunglyndi og neysly eiturlyfja í kjölfarið. Fury hafði áður lagt hanskana á hilluna og fór í kjölfarið í dimma holu sem hann klóraði sig upp úr með því að byrja boxa á ný. Hann var tiltölulega nýbúinn að vinna heimsmeistaratitil í þungavigt þegar hann kom öllum að óvörum og hætti á nýjan leik. Fury setti þó ávallt þann varnagla á að hann gæti snúið aftur í einn bardaga ef verðlaunaféð yrði 500 milljónir punda, það gera 83 milljarða íslenskra króna. Það virðist sem sá bardagi gæti orðið að möguleika en Fury myndi mæta Úkraínumanninum Oleksandr Usyk. Sá sigraði Anthony Joshua, samlanda Fury, öðru sinni á dögunum. Fury lofaði er hann hætti að halda sér í formi og er því duglegur að æfa. Hann kom hins vegar hingað til lands nýverið og þar rakst Kolbeinn á kauða en þeir eru með sama þjálfara, Javan „SugarHill“ Steward. Það hefði aldrei gerst ef Kolbeinn hefði komist til Bandaríkjanna í síðasta mánuði þar sem hann átti að keppa í Detroit. „Lán í óláni“ Ísbjörninn eins og hann er kallaður í heimi hnefaleikanna er eini íslenski karlmaðurinn sem hefur íþróttina að atvinnu. Hann á að baki tólf bardaga sem allir hafa unnist. Til stóð að 13. bardaginn yrði fyrr í þessum mánuði en því miður féll það upp fyrir. Kolbeinn segir það „lán í óláni“ að hafa misst bardagann. Hann er í dag staddur á Englandi þar sem hann æfir, meðal annars með Fury, og undirbýr sig fyrir komandi verkefni. „Það var vesen varðandi vegabréfsáritun, eitthvað sem er búið að leysa núna en það gerðist ekki í tæka tíð og ég missti bardagann frá mér. Þar sem ég fór ekki út þá var ég á Íslandi þegar Tyson kom til landsins. Við hittumst og ég fór með honum og fleirum út að borða, í axarkast og eitthvað fleira. Það má því segja að það hafi verið lán í óláni að missa bardagann í Detroit þó það hafi verið mjög leiðinlegt þegar það kom fyrir.“ „Skaut að honum hvort hann þyrði ekki að boxa við mig“ Þó svo að Kolbeinn og Fury séu með sama þjálfara þá er það nú ekkert sjálfgefið að vera boðið út að æfa með heimsmeistaranum sem er með jafnstóran persónulega og hann er hár í loftinu. Tyson Fury er 2.06 metrar á hæð og tæplega 125 kíló. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) „Ég hitti Fury þegar hann var á Íslandi og ég eiginlega skaut að honum hvort hann þyrði ekki að boxa við mig. Eftir það þá bauð hann mér með þeim út að borða og svo að koma út til Englands að æfa með þeim. Hann tók þetta alveg til sín,“ sagði Kolbeinn hlæjandi. Kolbeinn sjálfur er engin smásmíð og nærri tveir metrar á hæð. Er Fury bara eins og meðalmaður fyrir Ísbirninum frá Íslandi? „Þegar ég hitti hann fyrst á Íslandi þá hugsaði ég með mér að hann væri ekkert það stór. Svo þegar ég sá hann í ræktinni þá áttaði ég mig kannski aðeins betur á því að hann er ágætlega stór maður. Hann er með svo langar hendur, hann er eins og könguló,“ sagði Kolbeinn og hló aftur. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Fury grínaðist með það þegar hann kom hingað til lands að hann væri að leita að aflraunamanninum Hafþóri Júlíusi Björnssyni. Undanfarið hefur verið umræða um að þessi tvö fjöll af mönnum gætu mætt hvor öðrum í hringnum en Kolbeinn telur það ólíklegt. „Eins og ég skil hann þá er þessi Hafþór Júlíus bardagi ekkert að fara gerast, en svo veit maður náttúrulega ekkert hvað gerist í framtíðinni.“ @ThorBjornsson_ pic.twitter.com/z66hvkADsZ— TYSON FURY (@Tyson_Fury) August 11, 2022 Hvað er Kolbeinn samt að gera í Englandi? „Ég er sem sagt hérna í æfingabúðum hjá Joe Parker, hann er fyrrverandi heimsmeistari og er að fara berjast við Joe Joyce í lok september um WBO-heimsmeistaratitilinn. Þeir fengu mig til að koma og „sparra“ aðeins við hann, til að undirbúa hann fyrir bardagann. Fury bauð mér sem sagt að koma hingað út í þessar æfingabúðir, svo er ég að vinna með honum og Andy Lee sem er þjálfarinn hans Joe.“ Er talið snerist að Fury og mögulegum 500 milljón punda bardaga velti blaðamaður fyrir sér hvort Kolbeinn gæti verið einn af „upphitunarbardögunum“ þó svo að hann væri einnig að keppa í þungavigt, líkt og Fury. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) „Það er alveg mögulegt, það er oft svokallað þungavigtar-kort þar sem allir bardagarnir eru í þungavigt. Það er því alveg möguleiki á að reyna á það og sjá hvort það sé hægt en líkurnar eru ekki miklar, svo rosalega margir sem koma og vilja koma að þessu. Svo vilja allir koma sínum mönnum á framfæri.“ „Þeir hafa viku til að setja upp bardaga við Usyk. Það eru 100 prósent einhverjir prinsar tilbúnir að borga fyrir þetta,“ sagði Kolbeinn um mögulegan bardaga Fury og Usyk en ef hann fer fram virðast allar líkur á að það verði í Sádi-Arabíu. Hefur ekki keppt síðan Covid-19 skall á „Ég var að undirbúa mig undir bardaga í Bandaríkjunum en í vikunni sem ég átti að berjast þá lokaði allt þar, ég í raun rétt slapp út með síðustu flugunum áður en öllu var skellt í lás,“ segir Kolbeinn en það er ljóst að hann er farið að þyrsta í að komast aftur í hringinn. „Ég er að fara tala við umboðsmanninn minn á eftir, við ætlum að reyna setja upp eitthvað á næstunni.“ Að lokum var Kolbeinn spurður hvernig staðan á honum væri í dag eftir svo langa pásu þar sem hann væri nú ekkert að verða yngri og hversu langt hann teldi sig geta farið. „Mér finnst ég miklu tilbúnari að keppa gegn góðum andstæðingum í dag en fyrir Covid-19. Ég hef bætt mig helling að mínu mati. Þó ég hafi ekki verið að keppa þá var ég ekki að taka neinn skaða, ég var ekki að keppa svo ég var ekki að fá nein þung högg í skrokkinn eða höfuðið. Það tikkar allt inn og hefur áhrif á hversu lengi maður getur keppt. Þannig þar sem ég stend núna þá finnst mér ég geta haldið áfram lengur á hæsta „level.“ „Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að ég geti farið alla leið,“ sagði Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum, að lokum.
Box Tengdar fréttir Kolbeinn byrjaði að æfa box því hann var of þungur og langaði að hreyfa sig Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga. 7. maí 2020 07:31 Kolbeinn tilbúinn að hjálpa Hafþóri fyrir milljónabardagann gegn Hall Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári. 6. maí 2020 20:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Kolbeinn byrjaði að æfa box því hann var of þungur og langaði að hreyfa sig Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga. 7. maí 2020 07:31
Kolbeinn tilbúinn að hjálpa Hafþóri fyrir milljónabardagann gegn Hall Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári. 6. maí 2020 20:00