„Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 27. ágúst 2022 08:32 Camilla Rut segir frá því hvað heillar hana og hvað ekki í viðtali við Makamál. „Þetta getur vissulega verið krefjandi á tímum en ég finn mig mjög vel í þessu hlutverki. Það sem skiptir mig og okkur öllu máli er að setja börnin í fyrsta sætið, passa uppá samskiptin og að öllum líði vel í breyttum aðstæðum,“ segir Camilla Rut í viðtali við Makamál. Fótar sig í nýju lífi eftir skilnað Camilla og fyrrverandi eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson eiga saman tvö börn en leiðir þeirra skildu nú fyrr á árinu eftir þrettán ára samband. Saman greindu þau frá ákvörðuninni um skilnaðinn á Instagramsíðu Camillu og sögðu þau ákvörðunina sameiginlega og tekna í mikilli vináttu. Er margt til lista lagt Camilla Rut er 27 ára gömul og vakti fyrst athygli fyrir líflega og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum en hún hefur starfað sem svokallaður áhrifavaldur um nokkurra ára skeið. Tónlist og söngur hafa einnig verið stór hluti af lífi Camillu og nú síðast hefur hún lagt fyrir sig fatahönnun. Camilla á og rekur fatamerkið Camy Collections. Í dag er ég starfsmaður á plani hjá vörumerkinu mínu Camy Collections, svo leik ég mér stundum á samfélagsmiðlum líka. Það er alveg ómetanlegt að fá að vinna við ástríðuna sína og gera það sem maður elskar. Hugsar nokkra leiki fram í tímann Aðspurð hvernig það sé að fóta sig í lífinu í breyttum aðstæðum sem einstæð móðir segir hún gott skipulag vera númer eitt, tvö og þrjú. „Verandi ein með tvö börn, hund og fyrirtæki þá þarf að vanda sig við að skipuleggja allt vel til að dæmið gangi upp. Það virkar vel fyrir mig að hugsa nokkra leiki fram í tímann, eins og að undirbúa vel morgundaginn kvöldið áður.“ Róleg í stefnumótamálum Camilla þolir ekki hroka en segist heillast að sjálfsöryggi og heiðarleika. Aðsend Þegar kemur að stefnumótum og stefnumótamenningu á Íslandi segir Camilla það líklega mjög misjafnt hvað henti fólki en sjálf sé hún nokkuð gamaldags í þessum efnum. „Ég viðurkenni að mér þykir slæd í DM's ekkert sérstaklega heillandi,“ segir hún og skellir upp úr en fyrir þá sem ekki vita hvað þetta slangur þýðir er það oft notað yfir skilaboð á samfélagsmiðlum og oft í daðurslegum tilgangi. „Annars er ég þokkalega róleg í þessum efnum og trúi því að það sem ég þrái, mig dreymir um og á skilið komi til mín án þess að það sé þvingað fram. Tenging er alltaf tenging.“ Rómantíkin í litlu hlutunum Ertu rómantísk? „Já, ég myndi segja það. Á minn hátt. Ég er kannski ekki öll í rósablöðunum og súkkulaðihjúpuðum jarðaberjunum en ég elska innilegheitin sem fylgja rómantíkinni. Snertinguna, fallegu orðin og að næra tenginguna á einn eða annan hátt.“ Camilla segir rómantíkina oftast liggja í litlu hlutunum. Það að vera lyft upp og að lyfta öðrum upp. Að sjá og kunna að meta aðilann sem þú ert með fyrir það sem hann er en ekki eitthvað annað. Mér finnst svo fallegt þegar það ríkir hlýja og notalegheit milli tveggja aðila. Camilla Rut segist vera gamaldags þegar kemur að stefnumótum. Aðsend Hér fyrir neðan segir Camilla hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Sjálfsöryggi - Mér finnst alltaf heillandi þegar fólk ber sig vel og er sjálfsöruggt. Góð lykt - Stenst hana ekki. Mjúkar varir - Halló dingding! Stöðugleiki - Þegar manneskjan er jafnlynd og stöðug í samskiptum. Heiðarleiki. OFF: Hroki - Þó að það sé vissulega mikilvægt að vera öruggur í sjálfum sér þá er munur á þegar hrokagikkurinn er tekinn við, pant ekki! Dónaskapur - Þegar fólk er með dónaskap við náungann og almenn vanvirðing. Óöryggi - og afbrýðisemi. Óþrifnaður og hirðuleysi - Ég þoli alveg margt og allir eru mannlegir en... Í sturtu og tannbursta sig! Takk fyrir takk! Afskiptaleysi - Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð. Oj bara, næsti gjörðu svo vel! Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Bone-orðin 10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Fótar sig í nýju lífi eftir skilnað Camilla og fyrrverandi eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson eiga saman tvö börn en leiðir þeirra skildu nú fyrr á árinu eftir þrettán ára samband. Saman greindu þau frá ákvörðuninni um skilnaðinn á Instagramsíðu Camillu og sögðu þau ákvörðunina sameiginlega og tekna í mikilli vináttu. Er margt til lista lagt Camilla Rut er 27 ára gömul og vakti fyrst athygli fyrir líflega og einlæga framkomu á samfélagsmiðlum en hún hefur starfað sem svokallaður áhrifavaldur um nokkurra ára skeið. Tónlist og söngur hafa einnig verið stór hluti af lífi Camillu og nú síðast hefur hún lagt fyrir sig fatahönnun. Camilla á og rekur fatamerkið Camy Collections. Í dag er ég starfsmaður á plani hjá vörumerkinu mínu Camy Collections, svo leik ég mér stundum á samfélagsmiðlum líka. Það er alveg ómetanlegt að fá að vinna við ástríðuna sína og gera það sem maður elskar. Hugsar nokkra leiki fram í tímann Aðspurð hvernig það sé að fóta sig í lífinu í breyttum aðstæðum sem einstæð móðir segir hún gott skipulag vera númer eitt, tvö og þrjú. „Verandi ein með tvö börn, hund og fyrirtæki þá þarf að vanda sig við að skipuleggja allt vel til að dæmið gangi upp. Það virkar vel fyrir mig að hugsa nokkra leiki fram í tímann, eins og að undirbúa vel morgundaginn kvöldið áður.“ Róleg í stefnumótamálum Camilla þolir ekki hroka en segist heillast að sjálfsöryggi og heiðarleika. Aðsend Þegar kemur að stefnumótum og stefnumótamenningu á Íslandi segir Camilla það líklega mjög misjafnt hvað henti fólki en sjálf sé hún nokkuð gamaldags í þessum efnum. „Ég viðurkenni að mér þykir slæd í DM's ekkert sérstaklega heillandi,“ segir hún og skellir upp úr en fyrir þá sem ekki vita hvað þetta slangur þýðir er það oft notað yfir skilaboð á samfélagsmiðlum og oft í daðurslegum tilgangi. „Annars er ég þokkalega róleg í þessum efnum og trúi því að það sem ég þrái, mig dreymir um og á skilið komi til mín án þess að það sé þvingað fram. Tenging er alltaf tenging.“ Rómantíkin í litlu hlutunum Ertu rómantísk? „Já, ég myndi segja það. Á minn hátt. Ég er kannski ekki öll í rósablöðunum og súkkulaðihjúpuðum jarðaberjunum en ég elska innilegheitin sem fylgja rómantíkinni. Snertinguna, fallegu orðin og að næra tenginguna á einn eða annan hátt.“ Camilla segir rómantíkina oftast liggja í litlu hlutunum. Það að vera lyft upp og að lyfta öðrum upp. Að sjá og kunna að meta aðilann sem þú ert með fyrir það sem hann er en ekki eitthvað annað. Mér finnst svo fallegt þegar það ríkir hlýja og notalegheit milli tveggja aðila. Camilla Rut segist vera gamaldags þegar kemur að stefnumótum. Aðsend Hér fyrir neðan segir Camilla hvað henni þykja heillandi og óheillandi persónueiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. ON: Sjálfsöryggi - Mér finnst alltaf heillandi þegar fólk ber sig vel og er sjálfsöruggt. Góð lykt - Stenst hana ekki. Mjúkar varir - Halló dingding! Stöðugleiki - Þegar manneskjan er jafnlynd og stöðug í samskiptum. Heiðarleiki. OFF: Hroki - Þó að það sé vissulega mikilvægt að vera öruggur í sjálfum sér þá er munur á þegar hrokagikkurinn er tekinn við, pant ekki! Dónaskapur - Þegar fólk er með dónaskap við náungann og almenn vanvirðing. Óöryggi - og afbrýðisemi. Óþrifnaður og hirðuleysi - Ég þoli alveg margt og allir eru mannlegir en... Í sturtu og tannbursta sig! Takk fyrir takk! Afskiptaleysi - Finnst mjög óheillandi þegar ég er ekki dýrkuð og dáð. Oj bara, næsti gjörðu svo vel!
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tíska og hönnun Bone-orðin 10 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira