Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 09:44 Spennan á Taívansundi hefur aukist síðustu vikur. Getty Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira