Verstappen ræsti fjórtándi en kom langfyrstur í mark Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2022 14:33 Max Verstappen vann belgíska kappaksturinn með yfirburðum. Dan Mullan/Getty Images Heimsmeistarinn Max Verstappen var í algjörum sérflokki þegar belgíski kappaksturinn í Formúlu 1 fór fram í dag. Hollendingurinn var fjórtándi í rásröðinni en tryggði sér þrátt fyrir það afgerandi sigur. Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti. Akstursíþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen tók út refsingu þar sem liðið hafði notað of marga vélavarhluti og því þurfti hann að ræsa aftastur. Fimm aðrir ökumenn tóku út samskonar refsingu og því gat Hollendingurinn unnið sig upp í fjórtánda sæti í tímatökunum í gær, sem hann svo gerði. Mikil læti voru í ræsingunni í dag og strax á fyrsta hring keyrði Fernando Alonso aftan á sjöfalda heimsmeistarann Lewis Hamilton með þeim afleiðingum að Mercedes bíll Hamilton fór nánast á flug og hann þurfti að hætta keppni. Það tók ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen ekki nema tólf hringi að vinna sig upp úr fjórtánda sæti og upp í það fyrsta. Ef frá eru taldir örfáir hringir eftir fyrsta þjónustuhlé Hollendingsins var hann í forystu það sem eftir lifði keppninnar og kom að lokum í mark tæpum tuttugu sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Red Bull, Sergio Perez. MAX VERSTAPPEN WINS AT SPA!!! 🏆🇧🇪From P14 to P1… What. A. Performance 💪#BelgianGP #F1 pic.twitter.com/hqFiD4YzvU— Formula 1 (@F1) August 28, 2022 Carlos Sainz kom þriðji í mark á Ferrari bíl sínum og George Russell varð fjórði á Mercedes. Eins og svo oft áður á tímabilinu var Ferrari liðið í algjöru rugli í keppnisáætlun sinni og ákveðið var að kalla Charles Leclerc, helsta keppinaut Verstappen, inn á þjónustusvæðið á næst seinasta hring dagsins til að freista þess að stela hraðasta hring dagsins. Það heppnaðist ekki betur en svo að hann missti Fernando Alonso og Leclerc kom því sjötti í mark á eftir Alonso sem varð fimmti.
Akstursíþróttir Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti