Erlent

Búið að bera kennsl á börnin í ferða­töskunum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Móðir barnanna er sögð búa í Suður-Kóreu.
Móðir barnanna er sögð búa í Suður-Kóreu. AP/Dean Purcell

Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber.

Fyrir tveimur vikum fann fjölskylda í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi tvö lík í ferðatöskum sem þau höfðu keypt á uppboði. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær.

Farið var strax í vinnu í að bera kennsl á börnin en þau höfðu verið látin í nokkur ár. Á föstudaginn greindi lögreglan frá því að búið væri að bera kennsl á líkin og að nöfn barnanna yrðu ekki gerð opinber að ósk fjölskyldu þeirra.

Í síðustu viku greindi lögreglan einnig frá því að mögulega væri búið að finna móður barnanna en hún hafði búið í Suður-Kóreu í nokkur ár. Hún var ekki handtekin en yfirvöld á Nýja-Sjálandi og Suður-Kóreu vinna nú saman að rannsókn málsins.

Töskurnar sem líkin voru í voru geymdar í geymslurými í mörg ár og var innihald rýmisins sett á uppboð þegar leigjandinn hafði ekki greitt leigu sína í nokkurn tíma. Meðal annarra hluta í rýminu voru barnavagnar og barnaleikföng.


Tengdar fréttir

Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferða­töskunum

Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×