Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Adam Armstrong skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld.
Adam Armstrong skoraði markið sem skildi liðin að í kvöld. Ryan Pierse/Getty Images

Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Það voru þó gestirnir í Chelsea sem tóku forystuna þegar Raheem Sterling kom boltanum í netið eftir vel útfærða skyndisókn á 23. mínútu, en aðeins fimm mínútum síðar jöfnuðu heimamenn metin með góðu marki frá Romeo Lavia.

Það stefndi því allt í að staðan yrði jöfn þegar liðin myndu ganga til búningsherbergja, en Adam Armstrong sá til þess að það voru heimamenn sem fóru með 2-1 forystu inn í hálfleikshléið þegar hann kom liðinu yfir með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Gestirnir sköpuðu sér nokkur ágætis færi í síðari hálfleik til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur Southampton.

Southampton situr nú í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki, jafn mörg og Chelsea sem situr sæti neðar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira