RÚV greinir frá því að Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á RÚV og Þórður Snær Júlíusson riststjóri Kjarnans hafi nú öll gefið lögreglunni skýrslu. Skýrslutakan hafi átt sér stað vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs.
Í umfjöllun RÚV og Kjarnans um „skæruliðadeildina“ notuðust blaðamenn við gögn sem áttu uppruna sinn í síma skipstjórans Páls Steingrímssonar en símanum var stolið þegar hann lá inni á sjúkrahúsi. Sá sem stal símanum hefur nú þegar verið yfirheyrður af lögreglu en blaðamennirnir hafi ekki komið nálægt þjófnaðinum.
Kynferðislegt efni af Páli er sagt hafa verið í símanum og blaðamennirnir fjórir grunaðir um dreifingu á kynferðislegu efni og brot á friðhelgi en þau hafi öll réttarstöðu sakbornings í málinu.