Umræða um breytingu á nafni múffa ekki tengd bakarameisturum Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 18:09 Gerður segir að múffur sem keyptar eru í bakaríi séu ekki að rugla fólk sem kaupir múffur í kynlífstækjaverslunum. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, segir að það hafi lengi verið uppi hugmynd um að breyta nafni kynlífstæki karla sem kallast múffa. Þó sé ruglingur við bakkelsið ekki ástæðan fyrir þeirri pælingu. Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla. Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira
Í dag kom færsla inn á Facebook-hópinn Markaðsnördar þar sem uppistandarinn Gísli Jóhann grínaðist með að stífur slagur væri milli bakarameistara og sölumanna kynlífstækja vegna notkun beggja starfsstétta á orðinu múffa. „Bakarar vilja nota það sem þýðingu á „muffin“ og finnst bollakaka ekki duga til, en sölumenn hjálpartækja ástarlífsins um „gervipíkur,“ skrifar Gísli og vill meina að múffa sé ekki söluvænt orð fyrir kynlífstækjaverslanir. Hann kom með nokkrar hugmyndir að nýjum orðum fyrir múffur: Rúnkráður Handleikur Hjálmfægir Reðslíður Lókamósjon Sjálfsstrokkur Hasarvasar Í samtali við fréttastofu segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, að það hafi lengi verið uppi umræða um að breyta nafninu, þá sérstaklega þar sem orðið er ekki voðalega fallegt. „Múffa er í sjálfu sér ekkert kynþokkafullt orð ef við spáum í því þannig. Það væri gaman að finna fallegra orð, eins og þegar við tölum um kynlífstæki fyrir konur, þá er orðalagið fallegra. Múffa er svolítið klunnalegt orð,“ segir Gerður. Hún kannast ekki við óánægju bakarameistara með notkun kynlífstækjaverslana á orðinu og hefur ekki heyrt um að fólk sé að ruglast á kynlífsmúffum og bakarísmúffum. Vantar valdeflandi og sterkt orð Gerður segist ekki bera ábyrgð á múffu-nafninu og að það hafi verið fast þegar hún kom inn í kynlífstækjabransann fyrir tólf árum síðan. „Það kom ein hugmynd fyrir mörgum árum síðan að kalla þetta bikar en þá var þetta komið út í eins og tíðabikar eins og fyrir konur á blæðingum. En pælingin var að finna eitthvað orð sem væri valdeflandi, sterkt og flott. Svolítið karlmannslegt. Það var lýsingin sem við vorum að reyna að finna yfir þetta,“ segir Gerður. Kynlífstæki voru eitt sinn hjálpartæki Það er erfitt að breyta gömlum vana að sögn Gerðar en það hefur þó tekist nokkrum sinnum hjá henni og öðru fólki innan bransans. Til dæmis hafi kynlífstæki eitt sinn alltaf verið kölluð hjálpartæki en nú er orðið notað örsjaldan. „Þannig með tímanum venst fólk. Ef maður temur sér það sjálfur að nota orðin þá er maður líklegri til að hafa áhrif á aðra með það. Það er það sem við erum að reyna að gera með ýmsum orðum,“ segir Gerður. Fleiri nýyrði hafa komið upp í ummælakerfinu við færsluna, til dæmis handrið, lófamósjon, handriðill, vasapjalla, ferðapjalla og partýpjalla.
Kynlíf Bakarí Matur Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Désirée prinsessa látin Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Fleiri fréttir Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Sjá meira