Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Bjarki Sigurðsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 30. ágúst 2022 21:12 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt ráðningu Lilju Alfreðsdóttur á Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur verið gagnrýnd undanfarið fyrir skipun sína á Hörpu Þórisdóttur í embætti þjóðminjavarðar. Embættisstaðan hefur ekki verið auglýst í rúmlega tuttugu ár. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo þingmenn stjórnarandstöðunnar, þá Andrés Inga Jónsson frá Pírötum og Jóhann Pál Jóhannsson frá Samfylkingunni. Þeir eru sammála um að þetta sé enn eitt dæmið um misbeitingu valds hjá ríkisstjórninni þegar skipað er í æðstu embætti ríkisins. „Staða þjóðminjavarðar sýnir svo vel af hverju það skiptir máli að fara faglega að því heldur en að fara þessa hjáleið þar sem það var síðast auglýst í þetta embætti fyrir meira tuttugu árum og landslagið hefur tekið stakkaskiptum varðandi mannauð,“ segir Andrés. Viðtal við Andrés og Jóhann sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Viðtalið hefst á 3:37. Hann segir Hörpu vel hæfa til þess að sinna starfinu, en mögulega sé til hæfari einstaklingur sem hefði fundist ef staðan hefði verið auglýst. Jóhann Páll bendir á það að meirihluti ráðuneytisstjóra hafi verið skipaður án auglýsingar og telur að þjóðin sé farin að klóra sér í kollinum yfir þessum stjórnarháttum ríkisstjórnarinnar. „Þetta er ekki fyrsta málið og ekki í fyrsta skiptið sem þessi tiltekni ráðherra fer ofboðslega illa með vald sitt þegar kemur að skipan í opinber embætti,“ segir Jóhann en skipanir Lilju hafa áður verið umfjöllunarefni, til dæmis þegar Lilja braut jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Jóhann segist vera með frumvarp í smíðum sem tekur á geðþótta- og klíkuráðningum ráðherra. Frumvarpið felur í sér að reistar verði ákveðnar skorður við undanþágum frá auglýsingaskildu. „Þetta er regla sem felur í sér vörn gegn geðþóttastjórnsýslu, vörn gegn klíkuráðningum og ráðamenn verða að fara ofboðslega varlega með allar undanþágur frá henni,“ segir Jóhann.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03
Harpa sé hæf og staða Þjóðminjavarðar því ekki auglýst Lilja Dögg Alfreðsdóttir, safnaráðherra, hefur mátt sæta harðri gagnrýni vegna skipunar í stöðu Þjóðminjavarðar, án auglýsingar. Hún vísar gagnrýni á bug, vísar til lagaheimildar og segir Hörpu Þórisdóttur virkilega hæfa í starfið. 30. ágúst 2022 12:16
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent