Fótbolti

LeBron, Drake og New York Yankees meðal þeirra sem fjárfesta í AC Milan

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hvað eiga LeBron James, Drake og New York Yankees sameiginlegt? Jú, AC Milan.
Hvað eiga LeBron James, Drake og New York Yankees sameiginlegt? Jú, AC Milan. Vísir/Getty

Fjárfestingafyrirtækið RedBird Capital Partners er við það að klára yfirtöku sína á Ítalíumeisturum AC Milan, en ásamt fyrirtækinu munu fjölmargar stórstjörnur fjárfesta í liðinu.

Meðal þeirra sem munu fjárfesta í ítalska knattspyrnustórveldinu eru körfuboltagoðsögnin LeBron James, kanadíski tónlistarmaðurinn Drake og bandaríska hafnaboltaliðið New York Yankees.

LeBron og Drake munu fjárfesta í liðinu í gegnum ráðgjafafyrirtækið Main Street Advisors, á meðan Yankee Global Enterprises, fyrirtækið sem á New York Yankees, mun einnig koma að fjárfestingunni.

RedBird samþykkti að kaupa AC Milan af Elliott Advisors á um 1,2 milljarða evra í júní, en það samsvarar tæplega 171 milljarði íslenskra króna. Þá eignaðist RedBird einnig hlut í Fenway Sports Group, FSG, en FSG er fyrirtækið sem keypti enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×