Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður? Bryony Mathew skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Bókmenntir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar