Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 22:57 Steinunn Árnadóttir segir, og vísar meðal annars til mynda sem hún hefur tekið, að hestarnir séu vannærðir. Svo mjög að þeir séu að mestu geymdir innanhúss í alltof litlu hesthúsi. Steinunn Árnadóttir Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira