Skrifar sögu landhelgismálsins til þess að slaka á Ellen Geirsdóttir Håkansson og Heimir Már Pétursson skrifa 1. september 2022 21:00 Sögufélag gefur nú út bókina Stund milli stríða. Á myndinni má sjá Guðmund Hallvarðsson, Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar og Ásgrím L. Ásgrímsson, glugga í nýju bókina með Guðna. Vísir/Vilhelm Fimmtíu ár eru liðin síðan landhelgin var færð út í fimmtíu mílur. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem er jafnframt sagnfræðingur hefur nú skrifað bók um sögu landhelgismálsins sem spannar árin 1961 til 1971. Bókin ber heitið „Stund milli stríða“ en hún fjallar einmitt um árin á milli fyrsta og annars þorskastríðs. Guðni segir átökin vegna landhelginnar hafa gerst á hafi úti en líka í landi. „Við nutum þess í þessum átökum að geta klippt á togvíra, það var hörkuvopn á hafi úti en á landi nutum við þess að hafa í höndum það sem við getum kallað „NATO- vopnið“ að geta látið í það skína að ef við þyrftum að eiga áfram í höggi við Breta, aðra NATO þjóð, þá gætum við ekkert verið í varnarbandalagi með þeim,“ segir Guðni. Þróun hafréttar í Mið- og Suður-Ameríku hafi rutt brautina sem íslenska þjóðin hafi fylgt svo á eftir. Aðspurður hvort hann muni halda skrifum sínum um þorskastríðin áfram og reifa alla söguna segir Guðni það vera stefnuna. „Ég hef notið þess í embætti að geta horfið um stund frá amstri dagsins og einbeitt mér að þessum skrifum. Sumt fólk fer í fjallgöngu og annað fólk er í kór eða fer á skíði eða sinnir einhverju til þess að dreifa huganum og ég skrifa sögu landhelgismálsins,“ segir Guðni að endingu. Viðtalið við Guðna má sjá í spilaranum hér að ofan. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Bókin ber heitið „Stund milli stríða“ en hún fjallar einmitt um árin á milli fyrsta og annars þorskastríðs. Guðni segir átökin vegna landhelginnar hafa gerst á hafi úti en líka í landi. „Við nutum þess í þessum átökum að geta klippt á togvíra, það var hörkuvopn á hafi úti en á landi nutum við þess að hafa í höndum það sem við getum kallað „NATO- vopnið“ að geta látið í það skína að ef við þyrftum að eiga áfram í höggi við Breta, aðra NATO þjóð, þá gætum við ekkert verið í varnarbandalagi með þeim,“ segir Guðni. Þróun hafréttar í Mið- og Suður-Ameríku hafi rutt brautina sem íslenska þjóðin hafi fylgt svo á eftir. Aðspurður hvort hann muni halda skrifum sínum um þorskastríðin áfram og reifa alla söguna segir Guðni það vera stefnuna. „Ég hef notið þess í embætti að geta horfið um stund frá amstri dagsins og einbeitt mér að þessum skrifum. Sumt fólk fer í fjallgöngu og annað fólk er í kór eða fer á skíði eða sinnir einhverju til þess að dreifa huganum og ég skrifa sögu landhelgismálsins,“ segir Guðni að endingu. Viðtalið við Guðna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Landhelgisgæslan Þorskastríðin Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira