Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. september 2022 11:11 Atvikið átti sér stað á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Víkurfréttir greindu fyrst frá atvikinu sem varð seinnipart miðvikudags. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá Munchen í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, hafi verið á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Rannsókn á byrjunarstigi Í samtali við Vísi staðfestir Þorkell Ágústsson, rannsóknarstjóri flugsviðs Rannsóknarnefndar flugslysa að nefndinni hafi borist tilkynning vegna atviksins, skömmu eftir að það átti sér stað. Vinna við upplýsingaöflun vegna atviksins sé hafin, ótímabært sé hins vegar að segja til um alvarleika atviksins enda þurfi að vinna úr þeim upplýsingum sem aflað verður. Sjá má á vef Flightradar 24, vefsíðu sem fylgist með flugumferð, að TF-ICB, sem var að koma inn til lendingar, hafi nokkrum mínútum fyrir 16 á miðvikudaginn hætt skyndilega við lendingu á Keflavíkurflugvelli. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Samkvæmt flugferlinum sem skráður er á síðuna var flugvélin í 425 feta hæð þegar ákveðið var að hætta við lendingu.Flightradar24 Samkvæmt skráningu flugferils flugvélarinnar á Flightradar24 má sjá að hætt hafi verið við lendingu í um 425 feta hæð, sem er um 130 metrar. Sjá má á skráningu flugferils TF-FIA á Flightradar24 að á um það bil sama tíma, klukkan 15.54, og hætt var við lendingu TF-ICB, var TF-FIA inn á eða að koma inn á flugbrautina sem ætlunin var að lenda TF-ICB á. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 TF-FIA tók af stað áleiðis til Mílanó en TF-ICB tók aukahring og lenti á annarri flugbraut Keflavíkurflugvallar, nokkrum mínútum síðar. Á vef Víkurfrétta segir að veðuraðstæður hafi ekki verið góðar þegar atvikið átti sér stað.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39